Velur verkefnin ef hann telur sig geta lagt eitthvað af mörkum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. apríl 2015 10:00 Ólafur Darri Ólafsson og Vin Diesel við tökur á myndinni the Last Witch Hunter. Í vikunni spurðist út að Ólafur Darri Ólafsson leikari myndi vinna með leikstjóranum heimsfræga, Steven Spielberg, í kvikmynd sem tekin verður upp í Vancouver í Kanada á næstunni. Þetta er enn ein rósin í hnappagat leikarans, sem fær sífellt stærri hlutverk í erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með mjög góðu fólki allan minn feril,“ segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. Leikarinn getur lítið tjáð sig um hið nýja verkefni. „Ég hlakka auðvitað mikið til þess að vinna með Spielberg,“ segir hann. Ólafur Darri hefur nú komið fram í fjölda af þáttum og kvikmyndum erlendis. Hann lék til að mynda í þáttunum True Detective, sem fengu einróma lof gagnrýnenda. Einnig kom hann fram í hinum vinsælu þáttum Banshee. „Mér finnst ég hafa verið heppinn; oft verið réttur maður á réttum stað einhvern veginn. Bæði í kvikmyndum og í leikhúsi. Ég hef fengið að vinna með fólki sem ég hef lengi vel litið upp til og er þakklátur fyrir það.“Vill geta lagt eitthvað af mörkum Þegar Ólafur Darri er spurður hvort honum þyki ekki sérstakt að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu innan um stórleikara hugsar hann sig aðeins um. „Mér hefur í raun alltaf fundist það, alveg frá því að ég byrjaði að leika. En maður velur sér einhverja starfsgrein, eða hún velur mann, eftir því hvernig maður horfir á það. Og þetta er eitt sem fylgir því að vera leikari,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann segist nálgast öll verkefni, sama hversu stór eða smá þau eru, með sama hugarfarinu. „Einn eldri leikari kenndi mér frábæra lexíu sem hefur alltaf nýst mér. Hún er sú að reyna að velja verkefnin sín eftir því hvort manni finnist maður geta lagt eitthvað af mörkum. Getur maður gert verkefnið betra? Getur maður hjálpað til við að segja þá sögu sem áhorfandinn á að upplifa?“ Ólafur segir að svona hugsunarháttur hjálpi leikaranum að útiloka stærð verkefnisins og að nálgast starf sitt af æðruleysi.Erfitt að vera frá fjölskyldunni Ólafur Darri er í sambandi með Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara. Saman eiga þau tvær ungar dætur. Ólafur segir að það sé erfitt að vera frá fjölskyldunni vikum saman, sem gjarnan er fylgifiskur leikarastarfsins. „Já, það getur oft verið rosalega erfitt. Til dæmis hef ég verið á Siglufirði bróðurpart vetrar, við tökur á Ófærð. Þetta er einn helsti ókosturinn við starfið, að vera svona lengi frá fjölskyldunni.“ Ólafur Darri hefur tekið þátt í mörgum verkefnum sem áhorfendur geta séð á næstunni. Hann leikur einnig í kvikmyndinni The Last Witch Hunter, með stórleikurunum Vin Diesel og Elijah Wood, sem er væntanleg í haust. Kvikmyndin Austur er frumsýnd um helgina en þar fer Ólafur Darri með stórt hlutverk. Einnig er hann í þáttum Baltasars Kormáks, sem bera titilinn Ófærð og verða sýndir á RÚV auk þess sem sýningarréttur hefur verið seldur víða um Evrópu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Í vikunni spurðist út að Ólafur Darri Ólafsson leikari myndi vinna með leikstjóranum heimsfræga, Steven Spielberg, í kvikmynd sem tekin verður upp í Vancouver í Kanada á næstunni. Þetta er enn ein rósin í hnappagat leikarans, sem fær sífellt stærri hlutverk í erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með mjög góðu fólki allan minn feril,“ segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. Leikarinn getur lítið tjáð sig um hið nýja verkefni. „Ég hlakka auðvitað mikið til þess að vinna með Spielberg,“ segir hann. Ólafur Darri hefur nú komið fram í fjölda af þáttum og kvikmyndum erlendis. Hann lék til að mynda í þáttunum True Detective, sem fengu einróma lof gagnrýnenda. Einnig kom hann fram í hinum vinsælu þáttum Banshee. „Mér finnst ég hafa verið heppinn; oft verið réttur maður á réttum stað einhvern veginn. Bæði í kvikmyndum og í leikhúsi. Ég hef fengið að vinna með fólki sem ég hef lengi vel litið upp til og er þakklátur fyrir það.“Vill geta lagt eitthvað af mörkum Þegar Ólafur Darri er spurður hvort honum þyki ekki sérstakt að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu innan um stórleikara hugsar hann sig aðeins um. „Mér hefur í raun alltaf fundist það, alveg frá því að ég byrjaði að leika. En maður velur sér einhverja starfsgrein, eða hún velur mann, eftir því hvernig maður horfir á það. Og þetta er eitt sem fylgir því að vera leikari,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann segist nálgast öll verkefni, sama hversu stór eða smá þau eru, með sama hugarfarinu. „Einn eldri leikari kenndi mér frábæra lexíu sem hefur alltaf nýst mér. Hún er sú að reyna að velja verkefnin sín eftir því hvort manni finnist maður geta lagt eitthvað af mörkum. Getur maður gert verkefnið betra? Getur maður hjálpað til við að segja þá sögu sem áhorfandinn á að upplifa?“ Ólafur segir að svona hugsunarháttur hjálpi leikaranum að útiloka stærð verkefnisins og að nálgast starf sitt af æðruleysi.Erfitt að vera frá fjölskyldunni Ólafur Darri er í sambandi með Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara. Saman eiga þau tvær ungar dætur. Ólafur segir að það sé erfitt að vera frá fjölskyldunni vikum saman, sem gjarnan er fylgifiskur leikarastarfsins. „Já, það getur oft verið rosalega erfitt. Til dæmis hef ég verið á Siglufirði bróðurpart vetrar, við tökur á Ófærð. Þetta er einn helsti ókosturinn við starfið, að vera svona lengi frá fjölskyldunni.“ Ólafur Darri hefur tekið þátt í mörgum verkefnum sem áhorfendur geta séð á næstunni. Hann leikur einnig í kvikmyndinni The Last Witch Hunter, með stórleikurunum Vin Diesel og Elijah Wood, sem er væntanleg í haust. Kvikmyndin Austur er frumsýnd um helgina en þar fer Ólafur Darri með stórt hlutverk. Einnig er hann í þáttum Baltasars Kormáks, sem bera titilinn Ófærð og verða sýndir á RÚV auk þess sem sýningarréttur hefur verið seldur víða um Evrópu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira