Stanslaust sírenuvæl í hverfinu í allan dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2015 17:15 Brynhildur Jónsdóttir-Givelet segir að atburðir siðustu daga hafi haft áhrif á daglegt líf Parísarbúa, þvert á vilja þeirra. Vísir „Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
„Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35