Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2015 12:08 Bræðurnir Chérif og Said Kouachi. Vísir/AFP Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“. Charlie Hebdo Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“.
Charlie Hebdo Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira