Þrjár lokaútgáfur Land Rover Defender Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2015 10:19 Land Rover Defender Autobiography, Heritage og Adventure. Í ár verða síðustu Land Rover Defender bílarnir framleiddir en það er sú gerð Land Rover sem flestir álíta hinn eiginlega Land Rover. Defender hefur verið framleiddur í 68 ár samfellt en nú er komið að endalokum hans. Í tilefni þess ætlar Land Rover að framleiða 3 viðhafnarútgáfur bílsins, Autobiography, Heritage og Adventure. Þessar gerðir verða framleiddar í takmörkuðu magni og verða aðeins til sölu í heimalandinu, Bretlandi. Hefst sala þeirra með vorinu.Land Rover Defender Autobiography.Autobiography útfærsla bílsins verður alger lúxusútgáfa þessa annars hráa bíls, en hann verður með Windsor leðurinnréttingu og sætum, álinnleggingum í mælaborði og fleira góðgæti. Vél hans verður einnig öflugri en í hefðbundnum Defender, eða 148 hestöfl í stað 120. Hún er engu að síður sama 2,2 lítra og fjögurra strokka dísilvélin og er í venjulegum Defender. Land Rover Defender Heritage.Heritage gerðin verður nostalgíu-útfærsla bílsins með gamla hvíta þakinu og mosagrænni yfirbyggingunni.Hann fær einnig gamalt útlit grillsins og Land Rover merkið verður eins og á elstu gerð Defender. Land Rover Defender Adventure.Adventure gerðin verður sú hæfasta til torfæruaksturs. Hann fær auka varnarhlífar undir bílnum, stór Goodyear torfærudekk, flutningsgrind ofan á þakið, stiga að aftan til að komast uppá þakið og loftinntak sem nær uppá þak. Að innan verður Adventur ekki ólíkur Autobiography útfærslunni, með leðurinnréttingu. Land Rover hættir nú af að framleiða Defender þar sem hann uppfyllir ekki stranga staðla Evrópusambandsins um mengun. Það þýðir ekki að hann standist ekki minni kröfur annarra landa og því kemur til greina að halda framleiðslu hans áfram fyrir aðra markaði, með sérstaka áherslu á Indland og S-Ameríku. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent
Í ár verða síðustu Land Rover Defender bílarnir framleiddir en það er sú gerð Land Rover sem flestir álíta hinn eiginlega Land Rover. Defender hefur verið framleiddur í 68 ár samfellt en nú er komið að endalokum hans. Í tilefni þess ætlar Land Rover að framleiða 3 viðhafnarútgáfur bílsins, Autobiography, Heritage og Adventure. Þessar gerðir verða framleiddar í takmörkuðu magni og verða aðeins til sölu í heimalandinu, Bretlandi. Hefst sala þeirra með vorinu.Land Rover Defender Autobiography.Autobiography útfærsla bílsins verður alger lúxusútgáfa þessa annars hráa bíls, en hann verður með Windsor leðurinnréttingu og sætum, álinnleggingum í mælaborði og fleira góðgæti. Vél hans verður einnig öflugri en í hefðbundnum Defender, eða 148 hestöfl í stað 120. Hún er engu að síður sama 2,2 lítra og fjögurra strokka dísilvélin og er í venjulegum Defender. Land Rover Defender Heritage.Heritage gerðin verður nostalgíu-útfærsla bílsins með gamla hvíta þakinu og mosagrænni yfirbyggingunni.Hann fær einnig gamalt útlit grillsins og Land Rover merkið verður eins og á elstu gerð Defender. Land Rover Defender Adventure.Adventure gerðin verður sú hæfasta til torfæruaksturs. Hann fær auka varnarhlífar undir bílnum, stór Goodyear torfærudekk, flutningsgrind ofan á þakið, stiga að aftan til að komast uppá þakið og loftinntak sem nær uppá þak. Að innan verður Adventur ekki ólíkur Autobiography útfærslunni, með leðurinnréttingu. Land Rover hættir nú af að framleiða Defender þar sem hann uppfyllir ekki stranga staðla Evrópusambandsins um mengun. Það þýðir ekki að hann standist ekki minni kröfur annarra landa og því kemur til greina að halda framleiðslu hans áfram fyrir aðra markaði, með sérstaka áherslu á Indland og S-Ameríku.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent