5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 14:15 Fjölskylda frá Sýrlandi komin til borgarinnar Trípolí í Líbanon. Þau fengu hæli í Úrúgvaí ásamt rúmlega 100 öðrum sýrlenskum flóttamönnum. VÍSIR/AP 5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira