Aðeins 8 Bugatti Veyron eftir Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 14:15 Bugatti Veyron á bílasýningu í Tokyo. Það eru næstum 10 ár síðan Bugatti kynnti ofurbílinn Veyron og hefur hann nú selst í 442 eintökum. Það þýðir að aðeins eru eftir 8 slíkir bílar hjá Bugatti, en frá upphafi var gefið upp að aðeins yrðu framleiddir 300 bílar bílar, en sú tala breyttist í 450 bíla með tilkomu Veyron Grand Sport árið 2008. Ef taldar eru vikurnar frá kynningu bílsins kemur í ljós að svo til einn Bugatti Veyron hefur selst á viku hverri frá upphafi. Það þýðir að eftir um það bil 8 vikur verða þeir allir uppseldir. Þessir bílar eru sannarlega einstakir og hafa þótt verkfræðileg snilld, enda hefur hann sett mörg hraðametin. Hann á enn hraðamet meðal fjöldaframleiddra bíla, 431 km/klst og það tekur hann aðeins 2,2 sekúndur að ná 100 km hraða. Fyrir Bugatti Veyron Super Sport þarf að greiða skildinginn, en í Bretlandi kostar hann 379 milljónir króna. Bugatti vinnur nú að arftaka Veyron og hefur hann fengið nafnið Chiron og á að skarta 1.500 hestöflum, en Bugatti Veyron Sport er 1.200 hestöfl. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Það eru næstum 10 ár síðan Bugatti kynnti ofurbílinn Veyron og hefur hann nú selst í 442 eintökum. Það þýðir að aðeins eru eftir 8 slíkir bílar hjá Bugatti, en frá upphafi var gefið upp að aðeins yrðu framleiddir 300 bílar bílar, en sú tala breyttist í 450 bíla með tilkomu Veyron Grand Sport árið 2008. Ef taldar eru vikurnar frá kynningu bílsins kemur í ljós að svo til einn Bugatti Veyron hefur selst á viku hverri frá upphafi. Það þýðir að eftir um það bil 8 vikur verða þeir allir uppseldir. Þessir bílar eru sannarlega einstakir og hafa þótt verkfræðileg snilld, enda hefur hann sett mörg hraðametin. Hann á enn hraðamet meðal fjöldaframleiddra bíla, 431 km/klst og það tekur hann aðeins 2,2 sekúndur að ná 100 km hraða. Fyrir Bugatti Veyron Super Sport þarf að greiða skildinginn, en í Bretlandi kostar hann 379 milljónir króna. Bugatti vinnur nú að arftaka Veyron og hefur hann fengið nafnið Chiron og á að skarta 1.500 hestöflum, en Bugatti Veyron Sport er 1.200 hestöfl.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent