Aðeins kveikt í 940 bílum í Frakklandi! Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 08:59 Einn þeirra 940 bíla sem urðu eldinum að bráð. Afar einkennileg hefð hefur skapast í Frakklandi á nýársnótt en þá nótt hefur verið kveikt í fjöldamörgum bílum á undanförnum árum. Síðustu nýársnótt var kveikt í 940 bílum víðsvegar um landið. Svo einkennilegt sem það má hljóma þá þykir þessi fjöldi nokkuð góðar fréttir, en fyrir ári síðan var kveikt í 1.193 bílum í Frakklandi á nýársnótt og því urðu 21% færri bílar fyrir barðinu á eldtungunum nú. Þessi sérkennilega hefð hófst árið 2008 en þá var kveikt í 372 bílum á nýársnótt og var sagt að íkveikjurnar hafi tengst óánægju með ríkisstjórn landsins. Uppfrá því voru stjórnvöld í Frakklandi, undir forystu Nikolas Sarkozy, treg til að greina frá íkveikjunum og fjölda þeirra bíla sem urðu eldinum að bráð. Það hefur þó breyst á undanförnum árum. Opinberir aðilar og tryggingafélög telja að 80% íkveikjanna nú séu gerðar af eigendum bílanna sjálfra þar sem þeir hyggjast svíkja út tryggingabætur. Ef til vill er það því þess vegna sem yfirvöld eru ekki eins treg nú til að greina frá þeim fjölda bíla sem kveikt er í um hver áramót. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent
Afar einkennileg hefð hefur skapast í Frakklandi á nýársnótt en þá nótt hefur verið kveikt í fjöldamörgum bílum á undanförnum árum. Síðustu nýársnótt var kveikt í 940 bílum víðsvegar um landið. Svo einkennilegt sem það má hljóma þá þykir þessi fjöldi nokkuð góðar fréttir, en fyrir ári síðan var kveikt í 1.193 bílum í Frakklandi á nýársnótt og því urðu 21% færri bílar fyrir barðinu á eldtungunum nú. Þessi sérkennilega hefð hófst árið 2008 en þá var kveikt í 372 bílum á nýársnótt og var sagt að íkveikjurnar hafi tengst óánægju með ríkisstjórn landsins. Uppfrá því voru stjórnvöld í Frakklandi, undir forystu Nikolas Sarkozy, treg til að greina frá íkveikjunum og fjölda þeirra bíla sem urðu eldinum að bráð. Það hefur þó breyst á undanförnum árum. Opinberir aðilar og tryggingafélög telja að 80% íkveikjanna nú séu gerðar af eigendum bílanna sjálfra þar sem þeir hyggjast svíkja út tryggingabætur. Ef til vill er það því þess vegna sem yfirvöld eru ekki eins treg nú til að greina frá þeim fjölda bíla sem kveikt er í um hver áramót.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent