Bílasala jókst um 32,2% árið 2014 Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 13:39 Bílasala tók kipp á síðasta ári. Mikið lifnaði yfir sölu nýrra bíla á nýliðnu ári en alls seldust 10.462 bílar samanborið við 7.913 bíla árið 2013. Nemur aukningin 32,2%. Eins og á undanförnum árum keyptu bílaleigur flesta bíla, eða 4.470 og jókst sala til þeirra um 45,1%. Hlutfall bílaleiga af heildarmarkaði var því 42,7% árið 2014. Þessi mikla sala til bílaleiga skýrist af auknum fjölda ferðamanna til Íslands. Mikill vöxtur var einnig í sölu til annarra fyrirtækja og jókst sala til þeirra 34,7% og nam 2.008 bílum. Einstaklingar juku bílakaup sín um 19,2% og keyptu 3.984 nýja bíla í fyrra. Kaup einstaklinga fór rólega af stað á en uppúr miðju ári tóku kaup þeirra mikið við sér og var ágætur vöxtur út árið. Af einstaka bílaumboðum seldi BL mest, eða 2.305 bíla og var með 22,0% heildarmarkaðarins. Næst flesta bíla seldi Hekla, 2.037 (19,5%) og Toyota/Lexus seldi 1.656 bíla (15,8%). Brimborg seldi 1.282 bíla (12,3%) og Askja 1.169 bíla (11,2%). Af einstaka bílamerkjum seldist mest af Toyota bílum, eða 1.629 og Volkswagen bílar seldust í 1.142 eintökum. Kia bílar seldust í 824 eintökum, 738 Skoda, 700 Chevrolet, 656 Ford, 613 Suzuki, 602 Hyundai, 575 Renault og tíunda mest selda bílamerkið var Nissan með 515 bíla. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir þá miklu aukningu sem var í sölu nýrra bíla á síðasta ári gleðiefni, ekki síst í ljósi þeirrar dræmu sölu sem hefur verið á bílum frá hruni. Þessi ágæta sala felur einnig í sér bjartsýni hvað varðar sölu bíla í ár og spáir Egill 10% söluaukningu á árinu. Færi salan þá í um 11.500 bíla. Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent
Mikið lifnaði yfir sölu nýrra bíla á nýliðnu ári en alls seldust 10.462 bílar samanborið við 7.913 bíla árið 2013. Nemur aukningin 32,2%. Eins og á undanförnum árum keyptu bílaleigur flesta bíla, eða 4.470 og jókst sala til þeirra um 45,1%. Hlutfall bílaleiga af heildarmarkaði var því 42,7% árið 2014. Þessi mikla sala til bílaleiga skýrist af auknum fjölda ferðamanna til Íslands. Mikill vöxtur var einnig í sölu til annarra fyrirtækja og jókst sala til þeirra 34,7% og nam 2.008 bílum. Einstaklingar juku bílakaup sín um 19,2% og keyptu 3.984 nýja bíla í fyrra. Kaup einstaklinga fór rólega af stað á en uppúr miðju ári tóku kaup þeirra mikið við sér og var ágætur vöxtur út árið. Af einstaka bílaumboðum seldi BL mest, eða 2.305 bíla og var með 22,0% heildarmarkaðarins. Næst flesta bíla seldi Hekla, 2.037 (19,5%) og Toyota/Lexus seldi 1.656 bíla (15,8%). Brimborg seldi 1.282 bíla (12,3%) og Askja 1.169 bíla (11,2%). Af einstaka bílamerkjum seldist mest af Toyota bílum, eða 1.629 og Volkswagen bílar seldust í 1.142 eintökum. Kia bílar seldust í 824 eintökum, 738 Skoda, 700 Chevrolet, 656 Ford, 613 Suzuki, 602 Hyundai, 575 Renault og tíunda mest selda bílamerkið var Nissan með 515 bíla. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir þá miklu aukningu sem var í sölu nýrra bíla á síðasta ári gleðiefni, ekki síst í ljósi þeirrar dræmu sölu sem hefur verið á bílum frá hruni. Þessi ágæta sala felur einnig í sér bjartsýni hvað varðar sölu bíla í ár og spáir Egill 10% söluaukningu á árinu. Færi salan þá í um 11.500 bíla.
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent