Segir að bankarnir ofrukki neytendur 18. janúar 2015 19:01 Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira
Lögfræðingur Neytendasamtakanna segir að viðskiptabankarnir þrír séu að ofrukka almenning með hvers konar þjónustugjöldum. Bankarnir rukka neytendur meðal annars um færslu- og seðilgjöld og fyrir að fá upplýsingar símleiðis um stöðu reiknings. Gjöldin bitna helst á eldri borgurum segir lögfræðingurinn. Þjónustugjöld sem viðskiptavinir bankanna greiða eru margvísleg og snerta nær allar tegundir þjónustu. Þannig kostar hver færsla á debetkorti 16 til 18 krónur. Korthafa eru líka rukkaðir um ársgjald, 375 krónur upp í 750 krónur. Að fá reikningsyfirlit og greiðsluseðla senda heim eða í netbanka kostar líka sitt eða á bilinu 45 til 595 krónur og þá rukka bankar einnig fyrir að gefa upplýsingar um stöðu reiknings í gegnum síma. Fólk er ekki rukkað sérstaklega fyrir að taka út pening með debetkorti í hraðbanka nema það sé í viðskiptum við annan banka. Fyrir þá þjónustu leggur Íslandsbanki 125 krónur á hvetja úttekt, Arionbanki 155 og Landsbankinn að minnsta kosti 150 krónur. Fyrir að nota hraðbanka erlendis taka bankarnir 2 til 2,75 prósent af úttekt. Fyrir að nota kortin í verslunum erlendis greiða viðskiptavinir eitt prósent af hverri færslu. Þjónusta gjaldkera er heldur ekki ókeypis. Þannig kostar það 125 krónur í Íslandsbanka að millifæra hjá gjaldkera yfir á reikning í öðrum banka. Landsbankinn rukkar hundrað krónur fyrir þessa þjónustu og Arionbanki 120 krónur. Arionbanki hyggst hækka þessa upphæð upp í 225 krónur þann 1. mars næstkomandi. Neytendasamtökunum bárust hátt í þrjú hundruð kvartanir á síðasta ári útaf þjónustu fjármálafyrirtækja en í mörgum tilvikum var fólk að lýsa yfir óánægju sinni með þjónustugjöldin.Yfir hverju er fólk helst að kvarta? „Til dæmis upplestur í gegnum síma, þegar þú færð upplýsingar hjá þjónustufulltrúa í gegnum síma. Öll þessi atriði sem mörg okkar gera bara í gegnum heimabankann. Millifæra yfir á aðila í öðrum bönkum, borga reikninga annað slíkt. Þessi gjaldtaka bitnar kannski helst á aðilum sem hafa lélegt tölvulæsi, eldri borgurum og öðrum slíkum. Jafnframt er verið að fækka útibúum þannig að aðgengi þessara aðila hefur minnkað,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögmaður Neytendasamtakanna. Hildigunnur telur að bankarnir séu að ofrukka neytendur. „Okkur finnst að þessi þjónusta eins og að borga reikninga, millifæra hvort sem maður gerir það í eigin banka eða öðrum og jafnvel að fá færslur lesnar upp í gegnum síma, að þetta eigi að vera ókeypis. Þetta sé bara þjónusta sem viðskiptavinir banka eru að greiða með vaxtamun, með þjónustugjöldum sem leggjast á reikninga, á greiðslukort og annað sem bankinn er að taka til sín. Við teljum að afkoma bankanna gefi ekki til kynna að það þurfi að leggja á svona aukagjöld,“ segir Hildigunnur.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira