Módelin á bílasýningum fá 1.000 dollara á dag Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 16:24 Ekki bara uppá punt og á fínum launum. Þeir sem sækja bílasýningar heimsins þekkja það að ekki eru bara fallegir bílar þar til sýnis heldur gjarnan fallegar konur sem standa við bílana. Þeim er ef til vill ekki mikil vorkunn því algeng laun þeirra eru 1.000 dollarar á dag eða um 130.000 krónur. Ekki eru þær þar þó til óþurftar ef marka má grein frá bílavefnum Autoblog. Þar hermir að þeim sé ætlað að hlusta gaumgæfilega á hvað gestir sýningarinnar segja um þá bíla sem þær standa við. Í lok hvers sýningardags gefa þær svo skýrslu um umsagnir gestanna sem bílaframleiðendur nýta sér. Þær eru því ekki bara þarna uppá punt heldur safna þær mikilvægum upplýsingum fyrir framleiðendur. Á síðustu árum hefur mikil gagnrýni gosið upp um veru þessara fríðu fljóða við bíla á bílasýningum og sýnist mörgum þær bæði vera til óþurftar og hreinlega móðgandi fyrir kvenþjóðina. Sumir aðstandendur bílasýninga hafa sett reglur um klæðaburð þeirra og á bílasýningum í Kína kemur til álita að banna tilvist þeirra á komandi bílasýningum. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Þeir sem sækja bílasýningar heimsins þekkja það að ekki eru bara fallegir bílar þar til sýnis heldur gjarnan fallegar konur sem standa við bílana. Þeim er ef til vill ekki mikil vorkunn því algeng laun þeirra eru 1.000 dollarar á dag eða um 130.000 krónur. Ekki eru þær þar þó til óþurftar ef marka má grein frá bílavefnum Autoblog. Þar hermir að þeim sé ætlað að hlusta gaumgæfilega á hvað gestir sýningarinnar segja um þá bíla sem þær standa við. Í lok hvers sýningardags gefa þær svo skýrslu um umsagnir gestanna sem bílaframleiðendur nýta sér. Þær eru því ekki bara þarna uppá punt heldur safna þær mikilvægum upplýsingum fyrir framleiðendur. Á síðustu árum hefur mikil gagnrýni gosið upp um veru þessara fríðu fljóða við bíla á bílasýningum og sýnist mörgum þær bæði vera til óþurftar og hreinlega móðgandi fyrir kvenþjóðina. Sumir aðstandendur bílasýninga hafa sett reglur um klæðaburð þeirra og á bílasýningum í Kína kemur til álita að banna tilvist þeirra á komandi bílasýningum.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent