Jennifer Lopez á brúninni sem barnaníðingur í væntanlegri kvikmynd Margrét Gústavsdóttir skrifar 17. janúar 2015 13:15 The Boy Next Door: Söng -og leikkonan Jennifer Lopez snýr aftur á hvíta tjaldið þann 23 janúar þegar sálfræðitryllirinn um strákinn í næsta húsi verður frumsýndur vestanhafs aðdáendum J-Lo til mikillar ánægju. Stikla úr myndinni var frumsýnd í gær en hér er sannarlega mikil spenna í vændum. Hinn stórmyndarlegi Ryan Guzman leikur piltinn í næsta húsi en sagan segir af kennara sem fellur fyrir nemanda sínum og nágranna eina kvöldstund, með hrikalegum afleiðingum. Í þessu samhengi er við hæfi að nefna að ófáar kennslukonur hafa verið ákærðar og dæmdar fyrir barnaníð í Bandaríkjunum. Meira um það má lesa hér. Reikna má með að Guzman verði mjög áberandi í Hollywood á næstunni en hér er á ferðinni bæði hæfileikaríkur og myndarlegur ungur maður. Það er Rob Cohen sem leikstýrir myndinni en þetta er í fyrsta sinn sem þau Jennifer Lopez starfa saman. Hér er myndin á IMDB.com Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The Boy Next Door: Söng -og leikkonan Jennifer Lopez snýr aftur á hvíta tjaldið þann 23 janúar þegar sálfræðitryllirinn um strákinn í næsta húsi verður frumsýndur vestanhafs aðdáendum J-Lo til mikillar ánægju. Stikla úr myndinni var frumsýnd í gær en hér er sannarlega mikil spenna í vændum. Hinn stórmyndarlegi Ryan Guzman leikur piltinn í næsta húsi en sagan segir af kennara sem fellur fyrir nemanda sínum og nágranna eina kvöldstund, með hrikalegum afleiðingum. Í þessu samhengi er við hæfi að nefna að ófáar kennslukonur hafa verið ákærðar og dæmdar fyrir barnaníð í Bandaríkjunum. Meira um það má lesa hér. Reikna má með að Guzman verði mjög áberandi í Hollywood á næstunni en hér er á ferðinni bæði hæfileikaríkur og myndarlegur ungur maður. Það er Rob Cohen sem leikstýrir myndinni en þetta er í fyrsta sinn sem þau Jennifer Lopez starfa saman. Hér er myndin á IMDB.com
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira