Hæstiréttur sýknar Íslandsbanka af kröfum Jakobs Valgeirs ehf Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2015 16:59 Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað Íslandsbanka af körfum útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs ehf. Félagið hafði áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar og krafðist viðurkenningar á því að skuldbindingar fyrirtækisins við Glitni hf. væri í íslenskum krónum en gengistryggðar miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Málavextir voru þeir að Jakob Valgeir ehf. gerði tvo lánasamninga við Glitni banka hf. hinn 9. október árið 2007 og 23. október sama ár. Lánasamningurinn sem dagsettur var 9. október var gerður til fimm ára að fjárhæð jafnvirði þremur milljörðum íslenskra króna en lánasamningurinn sem var dagsettur 23. október var gerður til fimm ára að fjárhæð jafnvirði 105 milljónum íslenskra króna. Jakob Valgeir ehf. byggði dómkröfur sínar á því að óheimilt hefði verið vegna ákvæða í lögum um vexti og verðtryggingu að binda skuldbindingar fyrirtækisins samkvæmt þessum tveimur lánasamningum við gengi erlendra gjaldmiðla. Því til stuðnings var vísað meðal annars í gengsilánadóma Hæstaréttar Íslands frá 16. júní árið 2010 þar sem var komist að þeirri niðurstöðu að í lögum hafi falist bann við því að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Íslandsbanki byggði sýknukröfu sína aðallega á því að umdeild lán hafi að sönnu verið gild lán í erlendum gjaldmiðlum, en ekki lán í íslenskum krónum bundin ólögmætri gengistryggingu. Í dómi Hæstaréttar Íslands kemur fram að að þegar textaskýringar lánasamnings tæki ekki af skarið um hvers efnis hann væri hefði dómaframkvæmd Hæstaréttar verið litið til atriða á borð við efndir samnings og hvernig hann hefði að öðru leyti verið framkvæmdur. Var það mat Hæstaréttar að fyrsta að umrædd lán Íslandsbanka hf. til Jakobs Valgeirs ehf. hefðu verið greidd inn á gjaldeyrisreiknings hins síðar nefndar í svissneskum frönskum var talið að um skuldbindingu í erlendum myntum hefði verið að ræða. Var Íslandsbanki hf. því sýknaður af kröfu Jakobs Valgeirs ehf.Lesa dóminn hér. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað Íslandsbanka af körfum útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs ehf. Félagið hafði áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar og krafðist viðurkenningar á því að skuldbindingar fyrirtækisins við Glitni hf. væri í íslenskum krónum en gengistryggðar miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Málavextir voru þeir að Jakob Valgeir ehf. gerði tvo lánasamninga við Glitni banka hf. hinn 9. október árið 2007 og 23. október sama ár. Lánasamningurinn sem dagsettur var 9. október var gerður til fimm ára að fjárhæð jafnvirði þremur milljörðum íslenskra króna en lánasamningurinn sem var dagsettur 23. október var gerður til fimm ára að fjárhæð jafnvirði 105 milljónum íslenskra króna. Jakob Valgeir ehf. byggði dómkröfur sínar á því að óheimilt hefði verið vegna ákvæða í lögum um vexti og verðtryggingu að binda skuldbindingar fyrirtækisins samkvæmt þessum tveimur lánasamningum við gengi erlendra gjaldmiðla. Því til stuðnings var vísað meðal annars í gengsilánadóma Hæstaréttar Íslands frá 16. júní árið 2010 þar sem var komist að þeirri niðurstöðu að í lögum hafi falist bann við því að lán í íslenskum krónum væru verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Íslandsbanki byggði sýknukröfu sína aðallega á því að umdeild lán hafi að sönnu verið gild lán í erlendum gjaldmiðlum, en ekki lán í íslenskum krónum bundin ólögmætri gengistryggingu. Í dómi Hæstaréttar Íslands kemur fram að að þegar textaskýringar lánasamnings tæki ekki af skarið um hvers efnis hann væri hefði dómaframkvæmd Hæstaréttar verið litið til atriða á borð við efndir samnings og hvernig hann hefði að öðru leyti verið framkvæmdur. Var það mat Hæstaréttar að fyrsta að umrædd lán Íslandsbanka hf. til Jakobs Valgeirs ehf. hefðu verið greidd inn á gjaldeyrisreiknings hins síðar nefndar í svissneskum frönskum var talið að um skuldbindingu í erlendum myntum hefði verið að ræða. Var Íslandsbanki hf. því sýknaður af kröfu Jakobs Valgeirs ehf.Lesa dóminn hér.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira