Samsæriskenningar komnar á flug: Réðust Bandaríkjamenn á Charlie Hebdo? Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2015 11:30 Margir virðast telja að árásin á Charlie Hebdo hafi verið gerð af bandarískum hermönnum, eða NATO. Vísir/AFP „Framkvæmdu Bandaríkjamenn árásirnar í París?“ Þetta var forsíðufyrirsögn rússneska dagblaðsins Komsomolskaya Pravda þann 12. janúar síðastliðinn. Dagblaðið ræðir við fjölda fólks sem veltir upp þeim möguleika og einn viðmælandi segir það hafa verið gert til að refsa Frökkum fyrir að vilja létta á viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar. Fjöldi samsæriskenninga hafa litið dagsins ljós yfir árásunum í París og hafa meðal annars þjóðarleiðtogar opinbert slíkar skoðanir sínar. Sjá einnig: Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo. Alexander Zhilin er stjórnmálafræðingur, en í sjö blaðsíðna viðtali við Komsomolskaya Pravda segir hann að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi framkvæmt árásina og sprengt í loft upp efnaverksmiðju í Þýskalandi í fyrra. Tilgangur þess segir hann hafa verið að beita Angelu Merkel þrýstingi vegna viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Pravda er langt frá því að vera eini fjölmiðillinn í Rússlandi sem hefur haldið því fram að um samsæri sé að ræða. Daginn sem árásirnar urðu birti sjónvarpsstöðin Life News viðtal við mann sem sagði að aðgerð sérsveita Bandaríkjanna væri að ræða. „Síðustu tíu ár hafa íslamistar verið undir stjórn einnar stærstu leyniþjónustu heimsins,“ er haft eftir viðmælenda Life News á vef Independent. Sjá einnig: Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins.Tayyip Erdogan,. forseti Tyrklands.Vísir/AFPSólarhring eftir að forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, gekk með öðrum þjóðarleiðtogum um götur París til minningar um þá sautján sem létu lífið í árásunum, setti forseti Tyrklands fram sína eigin kenningu. „Tívskinnungur vestursins er augljós,“ sagði Tayyip Erdogan á blaðamannafundi á mánudaginn. „Sem múslímar höfum við aldrei staðið með hryðjuverkum eða fjöldamorðum. Rasisma, hatursræðu og íslamofóbíu er um að kenna. Sökudólgarnir eru augljósir. Franskir ríkisborgarar gerðu árásirnar og múslimum er kennt um,“ hefur Financial Times eftir forsetanum. Melih Cokcek, borgarstjóri Ankara, höfuðborgar Tyrklands, sagði greinilegt að Mossad, leyniþjónusta Ísrael, stæði á bakvið árásirnar til að auka hatur gegn Íslam. Hann tengdi árásirnar við það að franska þingið hefði viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki í byrjun desember. Sjá einnig: Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu. Fólk hefur sett fram fjölmargar kenningar af þessu tagi úti í hinum stóra heimi, sem og hérna heima, og er víða talað um að árásirnar séu svokallaður „falskur fáni“. Þá má finna gífurlegan fjölda myndbanda á Youtube, þar sem „samsæringar“ svokallaðir, benda á ástæður þess að árásirnar séu falskur fáni, hver hafi staðið að baki þeim og hver tilgangur þeirra hafi í raun og veru verið. Sömu sögu er að segja af Google. Þá hefur því einnig verið haldið fram að lögreglumaðurinn Ahmed Merabet, sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo, sé í raun og veru ekki látinn og að myndbandið af morði hans hafi verið sviðsett.Samsæringurinn Alex Jones eða InfoWarrior tekur málið til skoðunar. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28 Handtekinn við landamæri Tyrklands Fritz-Joly Joachin er talinn tengjast Kouachi bræðrunum sem myrtu blaðamenn Charlie Hebdo. 13. janúar 2015 14:49 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Senda flugmóðurskip til Mið-Austurlanda Frakkar ætla að vinna nánar með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS. 14. janúar 2015 16:26 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 „Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. 14. janúar 2015 20:30 Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
„Framkvæmdu Bandaríkjamenn árásirnar í París?“ Þetta var forsíðufyrirsögn rússneska dagblaðsins Komsomolskaya Pravda þann 12. janúar síðastliðinn. Dagblaðið ræðir við fjölda fólks sem veltir upp þeim möguleika og einn viðmælandi segir það hafa verið gert til að refsa Frökkum fyrir að vilja létta á viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar. Fjöldi samsæriskenninga hafa litið dagsins ljós yfir árásunum í París og hafa meðal annars þjóðarleiðtogar opinbert slíkar skoðanir sínar. Sjá einnig: Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo. Alexander Zhilin er stjórnmálafræðingur, en í sjö blaðsíðna viðtali við Komsomolskaya Pravda segir hann að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi framkvæmt árásina og sprengt í loft upp efnaverksmiðju í Þýskalandi í fyrra. Tilgangur þess segir hann hafa verið að beita Angelu Merkel þrýstingi vegna viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Pravda er langt frá því að vera eini fjölmiðillinn í Rússlandi sem hefur haldið því fram að um samsæri sé að ræða. Daginn sem árásirnar urðu birti sjónvarpsstöðin Life News viðtal við mann sem sagði að aðgerð sérsveita Bandaríkjanna væri að ræða. „Síðustu tíu ár hafa íslamistar verið undir stjórn einnar stærstu leyniþjónustu heimsins,“ er haft eftir viðmælenda Life News á vef Independent. Sjá einnig: Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins.Tayyip Erdogan,. forseti Tyrklands.Vísir/AFPSólarhring eftir að forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, gekk með öðrum þjóðarleiðtogum um götur París til minningar um þá sautján sem létu lífið í árásunum, setti forseti Tyrklands fram sína eigin kenningu. „Tívskinnungur vestursins er augljós,“ sagði Tayyip Erdogan á blaðamannafundi á mánudaginn. „Sem múslímar höfum við aldrei staðið með hryðjuverkum eða fjöldamorðum. Rasisma, hatursræðu og íslamofóbíu er um að kenna. Sökudólgarnir eru augljósir. Franskir ríkisborgarar gerðu árásirnar og múslimum er kennt um,“ hefur Financial Times eftir forsetanum. Melih Cokcek, borgarstjóri Ankara, höfuðborgar Tyrklands, sagði greinilegt að Mossad, leyniþjónusta Ísrael, stæði á bakvið árásirnar til að auka hatur gegn Íslam. Hann tengdi árásirnar við það að franska þingið hefði viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki í byrjun desember. Sjá einnig: Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu. Fólk hefur sett fram fjölmargar kenningar af þessu tagi úti í hinum stóra heimi, sem og hérna heima, og er víða talað um að árásirnar séu svokallaður „falskur fáni“. Þá má finna gífurlegan fjölda myndbanda á Youtube, þar sem „samsæringar“ svokallaðir, benda á ástæður þess að árásirnar séu falskur fáni, hver hafi staðið að baki þeim og hver tilgangur þeirra hafi í raun og veru verið. Sömu sögu er að segja af Google. Þá hefur því einnig verið haldið fram að lögreglumaðurinn Ahmed Merabet, sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo, sé í raun og veru ekki látinn og að myndbandið af morði hans hafi verið sviðsett.Samsæringurinn Alex Jones eða InfoWarrior tekur málið til skoðunar.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28 Handtekinn við landamæri Tyrklands Fritz-Joly Joachin er talinn tengjast Kouachi bræðrunum sem myrtu blaðamenn Charlie Hebdo. 13. janúar 2015 14:49 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Senda flugmóðurskip til Mið-Austurlanda Frakkar ætla að vinna nánar með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS. 14. janúar 2015 16:26 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 „Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. 14. janúar 2015 20:30 Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36
Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28
Handtekinn við landamæri Tyrklands Fritz-Joly Joachin er talinn tengjast Kouachi bræðrunum sem myrtu blaðamenn Charlie Hebdo. 13. janúar 2015 14:49
Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29
Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38
Senda flugmóðurskip til Mið-Austurlanda Frakkar ætla að vinna nánar með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS. 14. janúar 2015 16:26
Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00
„Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. 14. janúar 2015 20:30
Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48