BMW M5 fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2015 10:38 BMW M6. Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent