Gerir fólki kleift að sitja í New York og „heimsækja“ Jökulsárlón Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2015 09:15 Örvar Friðriksson með sýndarveruleikahjálminn. Vísir/GVA „Þegar maður situr á spítalabekk í sjö ár sem aðstandandi þá fær maður rosalega mikinn tíma til að hugsa og mig langaði að koma með eitthvað nýtt, eitthvað sem enginn hefur gert áður,“ segir Örvar Friðriksson sem nýlega stofnaði fyrirtækið Console.is sem mun sérhæfa sig í svokallaðri sýndarferðamennsku (e. virtual reality tourism) með notkun dróna. Örvar missti konuna sína, Berglindi Guðmundsdóttur, úr krabbameini síðastliðið haust eftir sjö ára baráttu við sjúkdóminn og segir að hún hafi veitt sér mikinn innblástur: „Ég hugsaði þetta mikið. Sérstaklega seinustu tvo mánuðina sem hún var á líknardeildinni og ég bjó þar með henni. Hún sagði bara við mig: „Örvar, nú átt þú að hætta að fresta þínu lífi og bara láta draumana þína rætast.“ Svo um leið og ég var búinn að jarða hana bókaði ég mér ferð til New York og fór að sækja mér tengsl og ræddi meðal annars við ýmsa aðila sem starfa í kvikmyndum.“Örvar býður upp á sýndarferðamennsku sem hann kallar Rymur Virtual Reality.Vísir/GVALætur þau tæki sem til eru nú þegar „tala saman“ Örvar segir að hann hafi langað til að koma fram með eitthvað nýtt og hans nálgun sé sú samþætting á tækjum sem til eru nú þegar; að láta þau „tala saman“. Í kjölfar ferðarinnar til New York fór hann að skoða sýndarveruleika. „Drónunum sem ég er að taka inn er stýrt af tveimur mönnum, einum sem er að fljúga og einum sem er á kamerunni. Ef við tökum Ísland sem dæmi þá eru rosalega margir, sérstaklega Bandaríkjamenn, sem þekkja ekki Ísland og líta framhjá því. Það þrátt fyrir þann aukna ferðamannastraum sem við höfum upplifað síðustu tvö ár. Ég sá fyrir mér, fyrst að við getum stýrt kamerunni sér, að tengja það yfir í nokkurs konar sýndarveruleikahjálm frá Samsung sem er sem sagt gleraugu og heyrnartól. Ég mun „branda“ þetta sem Rymur Virtual Reality en Rymur er eitt af nöfnum þrumuguðsins Þórs,“ segir Örvar. Hann segist raunar ekki hrifinn af íslenska orðinu flygildi fyrir dróna og kýs frekar að nota Rym.Fyrirtæki Örvars mun vera með skrifstofu í New York þar sem það mun geta tekið á móti fólki sem fer í „ferðalag“ til Íslands.Vísir/GVAByrjar að bjóða upp á þjónustuna eftir 7 vikur Örvar stefnir á að byrja að bjóða upp á þjónustuna í New York þann 1. mars eða eftir um sjö vikur. Fyrirtækið mun vera með skrifstofu í New York með tíu Lazy-Boy-stólum og tíu hjálmum. „Þar munum við geta tekið á móti hópum þar sem fólk er beintengt við kameruna sem við erum með hér, ímyndum okkur að við séum til dæmis yfir Jökulsárlóni, og svo skiptist það á að stýra henni. Við munum bjóða upp á tvenns konar ferðir. Annars vegar ferðir í þægilegri kantinum og svo hins vegar fyrirfram hnitaðar ferðir sem verða algjör rússíbanareið og bara fyrir þá allra hörðustu.“ Átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu en Örvar er nú að leita að fólki sem kann að fljúga drónum. Hann stofnaði fyrirtækið formlega þann 28. nóvember síðastliðinn og segir að mest öll vinnan hafi farið fram seinasta eina og hálfa mánuðinn. Á næstunni mun Örvar svo fara til San Fransisco og kynna fyrirtækið frekar. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Þegar maður situr á spítalabekk í sjö ár sem aðstandandi þá fær maður rosalega mikinn tíma til að hugsa og mig langaði að koma með eitthvað nýtt, eitthvað sem enginn hefur gert áður,“ segir Örvar Friðriksson sem nýlega stofnaði fyrirtækið Console.is sem mun sérhæfa sig í svokallaðri sýndarferðamennsku (e. virtual reality tourism) með notkun dróna. Örvar missti konuna sína, Berglindi Guðmundsdóttur, úr krabbameini síðastliðið haust eftir sjö ára baráttu við sjúkdóminn og segir að hún hafi veitt sér mikinn innblástur: „Ég hugsaði þetta mikið. Sérstaklega seinustu tvo mánuðina sem hún var á líknardeildinni og ég bjó þar með henni. Hún sagði bara við mig: „Örvar, nú átt þú að hætta að fresta þínu lífi og bara láta draumana þína rætast.“ Svo um leið og ég var búinn að jarða hana bókaði ég mér ferð til New York og fór að sækja mér tengsl og ræddi meðal annars við ýmsa aðila sem starfa í kvikmyndum.“Örvar býður upp á sýndarferðamennsku sem hann kallar Rymur Virtual Reality.Vísir/GVALætur þau tæki sem til eru nú þegar „tala saman“ Örvar segir að hann hafi langað til að koma fram með eitthvað nýtt og hans nálgun sé sú samþætting á tækjum sem til eru nú þegar; að láta þau „tala saman“. Í kjölfar ferðarinnar til New York fór hann að skoða sýndarveruleika. „Drónunum sem ég er að taka inn er stýrt af tveimur mönnum, einum sem er að fljúga og einum sem er á kamerunni. Ef við tökum Ísland sem dæmi þá eru rosalega margir, sérstaklega Bandaríkjamenn, sem þekkja ekki Ísland og líta framhjá því. Það þrátt fyrir þann aukna ferðamannastraum sem við höfum upplifað síðustu tvö ár. Ég sá fyrir mér, fyrst að við getum stýrt kamerunni sér, að tengja það yfir í nokkurs konar sýndarveruleikahjálm frá Samsung sem er sem sagt gleraugu og heyrnartól. Ég mun „branda“ þetta sem Rymur Virtual Reality en Rymur er eitt af nöfnum þrumuguðsins Þórs,“ segir Örvar. Hann segist raunar ekki hrifinn af íslenska orðinu flygildi fyrir dróna og kýs frekar að nota Rym.Fyrirtæki Örvars mun vera með skrifstofu í New York þar sem það mun geta tekið á móti fólki sem fer í „ferðalag“ til Íslands.Vísir/GVAByrjar að bjóða upp á þjónustuna eftir 7 vikur Örvar stefnir á að byrja að bjóða upp á þjónustuna í New York þann 1. mars eða eftir um sjö vikur. Fyrirtækið mun vera með skrifstofu í New York með tíu Lazy-Boy-stólum og tíu hjálmum. „Þar munum við geta tekið á móti hópum þar sem fólk er beintengt við kameruna sem við erum með hér, ímyndum okkur að við séum til dæmis yfir Jökulsárlóni, og svo skiptist það á að stýra henni. Við munum bjóða upp á tvenns konar ferðir. Annars vegar ferðir í þægilegri kantinum og svo hins vegar fyrirfram hnitaðar ferðir sem verða algjör rússíbanareið og bara fyrir þá allra hörðustu.“ Átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu en Örvar er nú að leita að fólki sem kann að fljúga drónum. Hann stofnaði fyrirtækið formlega þann 28. nóvember síðastliðinn og segir að mest öll vinnan hafi farið fram seinasta eina og hálfa mánuðinn. Á næstunni mun Örvar svo fara til San Fransisco og kynna fyrirtækið frekar.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira