Sér eftir að hafa deilt myndbandinu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2015 14:44 Ahmed Merabet var skotinn til bana af Kouachi bræðrunum fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo. Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Verkfræðingurinn Jordi Mir, sem tók myndband af aftöku lögreglumannsins Ahmed Merabet, sér eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Fimmtán mínútum eftir að hafa deilt því á Facebook tók hann það út, en það var þegar orðið of seint. Innan við klukkustund síðar sá hann myndbandið í sjónvarpsfréttum. Hann sagði deilinguna hafa verið heimskuleg mistök, en skjáskot úr myndbandinu birtist síðar á forsíðum fjölmargra dagblaða um heim allan. „Ég var gjörsamlega skelfingu lostinn,“ segir Mir í samtali við AP fréttaveituna. „Ég þurfti að tala við einhvern. Ég var einn í íbúðinni minni og setti myndbandið á Facebook. Það voru mistök.“Vissi ekki hvað hann væri að mynda Óklippt þá sýnir myndbandið hvernig annar bræðranna gengur upp að lögreglumanninum þar sem hann liggur særður og spyr hann hvort að hann vilji drepa þá. Lögreglumaðurinn svarar: „Nei, þetta er allt í lagi vinur.“ Og lyftir hendinni eins og hann sé að biðjast vægðar. Þá er hann skotinn í höfuðið. Í fyrstu segist Mir ekki hafa vitað hverju hann væri að taka myndband af. Hann hafi heyrt skothljóð og haldið að bankarán væri í gangi. Þegar hann sá tvo vopnaða menn hlaupa eftir götunni hélt hann fyrst að þeir væru lögreglumenn á leið til hjálpar félaga síns. „Mér til hryllings var það ekki rétt.“Biður fjölskylduna afsökunar Fjölskylda lögreglumannsins hefur sett út á dreifingu myndbandsins sem sýnir hræðilega síðustu sekúndur Ahmed Merabet. „Hvernig dirfist þú til að taka þetta myndband og birta það?“ sagði Malek Merabet, bróðir Ahmed. „Ég heyrði rödd hans. Ég þekkti hann. Ég sá hvernig honum var slátrað og ég heyri hvernig honum var slátrað á hverjum degi.“ Jordi Mir segist ekki eiga nein svör. Kannski hafi áratuga notkun samfélagsmiðla mótað hann til að deila öllu sem hann sæi. Þá vill hann að fjölskylda Ahmed viti að hann sjái mjög eftir því að hafa sett myndbandið á netið. Ef hann gæti gert þetta aftur myndi hann aldrei deila myndbandinu á Facebook.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Minnast lögreglumannsins Notendur samfélagsmiðla minnast lögreglumannsins sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo með kassamerkinu #JeSuisAhmed. 8. janúar 2015 19:15
Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33