Erlent

Reyndu að kveikja í skrifstofum dagblaðs

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Tveir menn hafa verið handteknir af lögreglu í Hamburg í Þýskalandi, eftir að þeir reyndu að kveikja skrifstofum Hamburger Morgenpost í nótt. Tímaritið hafði endurbirt myndir Charlie Hebdo deginum eftir árásina í París á miðvikudaginn.

Talsmaður lögreglunnar sagði AP fréttaveitunni að steinar og molotov kokteilar hafi fundist í kjallara hússins, þar sem þeim hafði verið kastað inn um glugga. Þó tókst fljótt að slökkva eldinn og olli hann ekki miklum skemmdum.

Hamburger Morgenpost endurbirti, ásamt öðrum fjölmiðlum í borginni, skopmyndir Charlie Hebdo, en skrifstofur fjölmiðla víða um Þýskaland eru nú undir vernd lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×