Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 23:38 Bathily lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. Vísir/AFP Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29
Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33