Risastór bílakynning Land Rover á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 15:15 Þessa dagana eru breski bílaframleiðandinn Land Rover með afar stóra kynningu á Íslandi fyrir blaðamenn á nýjasta bíl sínum, Land Rover Discovery Sport. Verkefnið tekur langan tíma og hófst 8. desember og lýkur um næstu mánaðarmót. Alls koma hátt í 1.000 bílablaðamenn hingað til lands til að prófa bílinn. Ásamt öllu erlendu og innlendu starfsfólki verkefnisins þurfa blaðamennirnir 6.150 gistinætur á nokkrum af betri hótelum landsins. Er það til marks um stærð verkefnisins og hve mikil búbót það er fyrir íslenska ferðaþjónustu á þessum annars rólegri tíma ársins í þeirri atvinnugrein. Bílablaðamaður visis og Fréttablaðsins, ásamt myndatökumanni, slóst með í för og kynntist því hvernig þessu fór fram og hitti á einn besta dag kynningarinnar hvað veður varðar. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Þessa dagana eru breski bílaframleiðandinn Land Rover með afar stóra kynningu á Íslandi fyrir blaðamenn á nýjasta bíl sínum, Land Rover Discovery Sport. Verkefnið tekur langan tíma og hófst 8. desember og lýkur um næstu mánaðarmót. Alls koma hátt í 1.000 bílablaðamenn hingað til lands til að prófa bílinn. Ásamt öllu erlendu og innlendu starfsfólki verkefnisins þurfa blaðamennirnir 6.150 gistinætur á nokkrum af betri hótelum landsins. Er það til marks um stærð verkefnisins og hve mikil búbót það er fyrir íslenska ferðaþjónustu á þessum annars rólegri tíma ársins í þeirri atvinnugrein. Bílablaðamaður visis og Fréttablaðsins, ásamt myndatökumanni, slóst með í för og kynntist því hvernig þessu fór fram og hitti á einn besta dag kynningarinnar hvað veður varðar. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent