Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2015 15:30 Frá aðalmeðferð málsins í héraðsdómi. Ólafur Þór Hauksson er á hægri myndinni. Vísir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, gaf lítið fyrir skýringar saksóknara á því að mistök hafi orðið til þess að trúnaðarsímtöl milli Hreiðars og verjanda hans hafi ekki verið eytt. Þá sagði hann það ekki rétt sem saksóknari hélt fram að ekki hafi verið hlustað á samtölin. Vísaði Hörður þar til bréfs sem hann fékk frá sérstökum saksóknara. Þar hafi komið fram að símtöl hafi verið tekin upp með aðstoð frá tölvudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á þau hafi verið hlustað af rannsakendum málsins en brýnt var fyrir þeim að hætta að hlusta þegar ljóst varð að ákærði væri að tala við verjanda sinn. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Telur augljóst að brotið hafi verið á rétti Hreiðars Más „Öll samtöl voru því tekin upp og á öll samtöl var hlustað að einhverju marki. [...] Rannsakandi fær svo það hlutverk sjálfur að „blokka” þau símtöl sem eru trúnaðarsamtöl sakbornings og verjanda, en ekki einhver utanaðkomandi aðili. Það er því beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl,” sagði Hörður. Af þessu leiði, að mati Harðar, að brotið hafi verið á skjólstæðingi hans þar sem fullkominn trúnaður hafi ekki ríkt um það sem fram fór á milli Hreiðars og verjandans. Gagnrýndi Hörður að ekki hafi verið tekið tillit til þessa í úrlausn héraðsdóms en hann reyndi áður en málflutningur hófst í Hæstarétti að fá að kalla vitni fyrir dóm til að varpa ljósi á þessar hleranir. Á meðal þeirra vitna sem Hörður fór fram á að kæmu fyrir dóm voru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknar, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum starfsmaður embættisins sem hefur gagnrýnt starfsaðferðir og meðal annars símhleranir. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á að ný vitni yrðu kölluð fyrir dóm í málinu en Hæstiréttur sneri þeim dómi við. Kom fram í þeim dómi að upptökurnar af símtölum Hreiðars við Hörð myndu ekki koma til neinna álita varðandi dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Málflutningur í Al-Thani málinu fer fram í Hæstarétti í dag og á morgun. Það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum.
Tengdar fréttir Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37
Saksóknari mótmælti skýrslutökum í Al-Thani málinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ólafur Ólafsson fjárfestir krefjast þess að teknar verði skýrslur af vitnum á ný og tölvupóstssamskipti sérstaks saksóknara opinberuð. 18. nóvember 2014 12:03
Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47
Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið. 10. desember 2014 19:10