Bílar

Notaðir bílar skiptu um hendur fyrir 17 milljarða

Finnur Thorlacius skrifar
Þessi Shelby Cobra fór á 670 milljónir króna.
Þessi Shelby Cobra fór á 670 milljónir króna.
Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs.

Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna.

Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra. 






×