Stekkur yfir mótorhjól á ferð Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 09:48 Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Milljónir manns hafa séð sænskan ofurhuga sem kallar sig Al the Jumper stökkva yfir hin ýmsu ökutæki á ferð sem kyrrstæð að undanförnu á Youtube. Síðasta uppátæki hans var að stökkva yfir tvö mótorhjól á ferð og sést það hér. Síðastliðið sumar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir Lamborghini Gallardo sportbíl sem kom að honum á 130 km hraða og fór heljarstökk í leiðinni. Þar hefði hann eingöngu skaðað sig sjálfan ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, en í þessu myndbandi eru mótorhjólamennirnir einnig í hættu. Það er alveg ljóst að stökkkraftur Al the Jumper er mikill og aðeins spurning hverju hann tekur uppá næst.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent