Chevrolet Bolt á að slá Tesla Model III við í verði Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 16:51 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Fáir bílar hafa fengið eins mikla umfjöllun fyrir markaðssetningu en komandi Tesla Model III rafmagnsbíllinn. Hann á að kosta talsvert minna en þeir Tesla bílar sem til sölu hafa verið hingað til. Tesla Model III á að kosta 35.000 dollara og er þá ekki tekin með sú endurgreiðsla sem fylgir kaupum á rafmagnsbílum og er um 7.500 dollarar. Chevrolet hefur einsett sér að skáka Tesla Model III í verði með Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sínum, en hann mun hafa drægni uppá 320 kílómetra. Bolt á að kosta 30.000 dollara og verða því ódýrari en Tesla bíllinn. Chevrolet Bolt mun koma á markað seint á næsta ári, ef áætlanir Chevrolet standast. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent
Fáir bílar hafa fengið eins mikla umfjöllun fyrir markaðssetningu en komandi Tesla Model III rafmagnsbíllinn. Hann á að kosta talsvert minna en þeir Tesla bílar sem til sölu hafa verið hingað til. Tesla Model III á að kosta 35.000 dollara og er þá ekki tekin með sú endurgreiðsla sem fylgir kaupum á rafmagnsbílum og er um 7.500 dollarar. Chevrolet hefur einsett sér að skáka Tesla Model III í verði með Chevrolet Bolt rafmagnsbíl sínum, en hann mun hafa drægni uppá 320 kílómetra. Bolt á að kosta 30.000 dollara og verða því ódýrari en Tesla bíllinn. Chevrolet Bolt mun koma á markað seint á næsta ári, ef áætlanir Chevrolet standast.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent