Laumast í tökur á James Bond Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 09:27 Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent
Nú standa yfir tökur á næstu James Bond mynd, Spectre. Þessar myndir náðust af atriði sem tekið er upp við Blenheim Palace í Oxforskíri í Bretlandi. Þar er James Bond á flótta á Aston Martin DB10 bíl sínum undir skothríð og svo virðist sem hann hafi verið óboðinn gestur í höllinni. Atriðið er tekið margoft upp frá öflugum jeppa með miklum tökubúnaði á toppi hans og eltir hann DB10 bílinn á flóttanum. Í fyrstu sést þar sem ökumaður DB10 bílsins, sem væntanlega er ekki Daniel Craig, æfir sig fyrir tökuna og bakkar bílnum og snýr honum svo rösklega á punktinum fyrir flóttann. Síðan hefjast tökur á atriðinu. Hér sést önnur taka frá austurríska skíðasvæðinu Sölden. Þar sést þar sem Range Rover Sport SVR og Land Rover Defender bílar eru teknir til kostanna í eltingaleik í um 3.000 metra hæð í fjöllunum í Sölden.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent