Porsche og Audi drógu vagninn hjá VW bílafjölskyldunni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 12:10 Porsche seldi 31,2% fleiri bíla í janúar í ár en í fyrra. Æði misjöfn var sala hinnu ýmsu bílaframleiðenda sem tilheyra stóru bílafjölskyldu Volkswagen í janúar. Bílar Volkswagen merkisins seldust í 2,8% minna magni í mánuðinum en í fyrra. Porsche seldi hinsvegar 31,2% fleiri bíla en í fyrra og Audi 10,3% fleir bíla. Skoda jók söluna um 7,5% og Seat um 6,4%. Þesi ágæta sala undirmerkja Volkswagen gerði það að verkum að heildarsalan jókst um 1% í janúar. Sala Volkswagen bíla telur samt 60% af heildarsölu Volkswagen bílafjölskyldunnar og dró dræm sala merkisins hina niður hvað heildina varðar. Í mánuðinum seldi Audi alls 137.700 bíla, Porsche 16.000, Skoda 87.000 og Seat 27.700 bíla. Á síðustu árum hefur Audi og Porsche skapað meirihlutann af hagnaði Volkswagen samstæðunnar og allt útlit er fyrir það að enn eitt árið verði það svo. Hagnaður af hverjum seldum bíl er líka mun meiri hjá Porsche og Audi, en Volkswagen. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
Æði misjöfn var sala hinnu ýmsu bílaframleiðenda sem tilheyra stóru bílafjölskyldu Volkswagen í janúar. Bílar Volkswagen merkisins seldust í 2,8% minna magni í mánuðinum en í fyrra. Porsche seldi hinsvegar 31,2% fleiri bíla en í fyrra og Audi 10,3% fleir bíla. Skoda jók söluna um 7,5% og Seat um 6,4%. Þesi ágæta sala undirmerkja Volkswagen gerði það að verkum að heildarsalan jókst um 1% í janúar. Sala Volkswagen bíla telur samt 60% af heildarsölu Volkswagen bílafjölskyldunnar og dró dræm sala merkisins hina niður hvað heildina varðar. Í mánuðinum seldi Audi alls 137.700 bíla, Porsche 16.000, Skoda 87.000 og Seat 27.700 bíla. Á síðustu árum hefur Audi og Porsche skapað meirihlutann af hagnaði Volkswagen samstæðunnar og allt útlit er fyrir það að enn eitt árið verði það svo. Hagnaður af hverjum seldum bíl er líka mun meiri hjá Porsche og Audi, en Volkswagen.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent