Kia Trailster orkubúnt Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 09:15 Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent
Kia mun kynna nýjan hugmyndabíl sinn, Trailster á bílasýningunni í Chicago sem hefst nú um helgina. Bíllinn er í raun upphækkaður Kia Soul með ríflega 6 sentimetra undir lægsta punkt, varnarhlífar að framan og aftan og mun öflugri vél en sést hefur í Soul fram að þessu. Bíllinn er 220 hestöfl og 185 þeirra koma frá 2,0 lítra bensínvél sem knýr framhjólin, en restin kemur frá rafmótorum sem knýja afturhjólin. Með rafmótorunum eingöngu má aka þessum bíl fyrstu 3-5 kílómetrana. Kia segir að þessi drifrás tryggi 25-30% lægri eyðslu en í Kia Soul með 2,0 lítra vélinni í dag. Þak bílsins er úr dúk sem taka má niður ef veður leyfir og því er þessi bíll heppilegur til útivistar þegar sól skín í heiði. Kia segir að þessi drifrás geti einnig sést í hefðbundnum Kia Soul í framhaldinu.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent