Uppfært 12:10: Þeir flóttamenn sem bjargað var segja að eins báts til viðbótar sé saknað. Alls er nú um 300 flóttamanna saknað.
29 flóttamenn dóu eftir að bát þeirra hvolfdi á mánudaginn.
Talsmaður Flóttamannastofnunarinnar sagði á Twitter í dag að „hafið hafi gleypt“ 203 flóttamenn.
Sono in 9 e sono salvi dopo 4 giorni in mare. Gli altri 203 li ha inghiottiti il mare. pic.twitter.com/dNqdnduk6S
— Carlotta Sami (@CarlottaSami) February 11, 2015
Flóttamannastofnunin segir þörf á frekari aðgerðum til að koma í veg fyrir dauðsföll flóttafólks á Miðjarðarhafinu, en slys þar hafa verið tíð undanfarin misseri. Þetta kemur fram hjá AP fréttaveitunni.