Eins lítra vél frá Kia Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2015 10:02 Nýja 1,0 lítra vél Kia. Vélar fara sífellt minnkandi og fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa útbúið smærri bíla sína með vélum sem aðeins eru með 1,0 lítra sprengirými, þrjá strokka og forþjöppu. Nú hefur Kia bæst í þennan hóp framleiðenda og ætlar að bjóða slíka vél í Kia Cee´d. Vélin sú er 118 hestafla og verður í boði frá og með fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það sem veldur þeirri þróun að bílaframleiðendur smækka vélar sínar eru sífellt strangari reglur um hámarksmengun bíla. Þessar vélar eru umtalsvert eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi, þrátt fyrir svipað afl. Nýja 1,0 lítra vél Kia er sögð 10-15% eyðslugrennri en 1,6 lítra og 4 strokka vélin sem nú er í boði í Kia Cee´d. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Vélar fara sífellt minnkandi og fleiri og fleiri bílaframleiðendur hafa útbúið smærri bíla sína með vélum sem aðeins eru með 1,0 lítra sprengirými, þrjá strokka og forþjöppu. Nú hefur Kia bæst í þennan hóp framleiðenda og ætlar að bjóða slíka vél í Kia Cee´d. Vélin sú er 118 hestafla og verður í boði frá og með fjórða ársfjórðungi þessa árs. Það sem veldur þeirri þróun að bílaframleiðendur smækka vélar sínar eru sífellt strangari reglur um hámarksmengun bíla. Þessar vélar eru umtalsvert eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi, þrátt fyrir svipað afl. Nýja 1,0 lítra vél Kia er sögð 10-15% eyðslugrennri en 1,6 lítra og 4 strokka vélin sem nú er í boði í Kia Cee´d.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent