Sjálflýsandi Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 12:39 Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent