Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Karl Lúðvíksson skrifar 9. mars 2015 09:56 Fáar ár hafa verið mörgum veiðimönnum jafn leyndar eins og Deildará og Ormarsá á Sléttu enda hafa þeir verið leigðar einkaaðilum og næstum ómögulegt að komast í þær. Deildará er nú komin í útboð en hún og Ormarsá voru á tímabili leigðar út til Ralph Doppler sem veiddi þar mest sjálfur ásamt sínum vinum og viðskiptafélögum. Meðalveiðin í Deildará hefur verið um 175 laxar á ári en Meðalveiðin í Ormarsá var yfirleitt um 200 laxar en síðustu ár hefur hún verið mun hærri eða 319 árið 2010, 562 árið 2011, 372 árið 2012, 437 árið 2013 og 502 í fyrra. Deildará er í útboði fyrir 2016-2019 eða 2021., þ.e.a.s. boðið er að bjóða í 3-5 ára samning. Gott veiðihús fylgir fyrir stangirnar þrjár sem mega veiða í ánni og er aðkoma öll að ánni ágæt. Spennandi verður að sjá hvort og hvaða íslensku aðilar koma til með að bjóða í ánna og eins hvaða tölur verða á borðinu en fastlega má gera ráð fyrir því að 6-8 milljónir verði líkleg tala. Stangveiði Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði
Fáar ár hafa verið mörgum veiðimönnum jafn leyndar eins og Deildará og Ormarsá á Sléttu enda hafa þeir verið leigðar einkaaðilum og næstum ómögulegt að komast í þær. Deildará er nú komin í útboð en hún og Ormarsá voru á tímabili leigðar út til Ralph Doppler sem veiddi þar mest sjálfur ásamt sínum vinum og viðskiptafélögum. Meðalveiðin í Deildará hefur verið um 175 laxar á ári en Meðalveiðin í Ormarsá var yfirleitt um 200 laxar en síðustu ár hefur hún verið mun hærri eða 319 árið 2010, 562 árið 2011, 372 árið 2012, 437 árið 2013 og 502 í fyrra. Deildará er í útboði fyrir 2016-2019 eða 2021., þ.e.a.s. boðið er að bjóða í 3-5 ára samning. Gott veiðihús fylgir fyrir stangirnar þrjár sem mega veiða í ánni og er aðkoma öll að ánni ágæt. Spennandi verður að sjá hvort og hvaða íslensku aðilar koma til með að bjóða í ánna og eins hvaða tölur verða á borðinu en fastlega má gera ráð fyrir því að 6-8 milljónir verði líkleg tala.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði