Tók 23 punda sjóbirting í Rio Grande Karl Lúðvíksson skrifar 7. mars 2015 10:58 Kristján með birtinginn stóra Við höfum áður sagt frá veiðimanninum Kristjáni Ævari Gunnarssyni en hann lifir í sannkölluðum draum veiðimanna. Kristján hefur verið að vinna við leiðsögn í vetur í ánni Rio Grande í Argentínu og sett í allnokkra væna fiska þar. Miðað við þær myndir sem hann birtir reglulega á Facebook er hann líka með eindæmum ratvís á stóra sjóbirtinga þegar hann fer um veiðisvæðin með sínum viðskiptavinum. "Ég er búinn að vera að flakka á milli Kau Tapen og Villa Maria sem eru 2 bestu svæðin í Rio Grande" Segir Kristján í spjalli við Veiðivísi. "Ég fékk tækifæri til að fara út um daginn að veiða og tók þessa 23 punda kellingu þá sem var 90 cm á lengd og 62 cm í ummál!" Og Kristján bætir við:" Þetta var svaka fiskur sem tók svarta Leach í myrkrinu, á Loop Göran Anderson 12" #6 en því að ég er í team Loop þá nota ég bara stangirnar frá þeim þegar ég veiði." Við eigum vonandi eftirt að heyra meira frá honum áður en tímabilið er úti en það er nú á síðustu vikunum enda fer að hausta á suðurhveli jarðar á sama tíma og vorið kemur til okkar. Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði
Við höfum áður sagt frá veiðimanninum Kristjáni Ævari Gunnarssyni en hann lifir í sannkölluðum draum veiðimanna. Kristján hefur verið að vinna við leiðsögn í vetur í ánni Rio Grande í Argentínu og sett í allnokkra væna fiska þar. Miðað við þær myndir sem hann birtir reglulega á Facebook er hann líka með eindæmum ratvís á stóra sjóbirtinga þegar hann fer um veiðisvæðin með sínum viðskiptavinum. "Ég er búinn að vera að flakka á milli Kau Tapen og Villa Maria sem eru 2 bestu svæðin í Rio Grande" Segir Kristján í spjalli við Veiðivísi. "Ég fékk tækifæri til að fara út um daginn að veiða og tók þessa 23 punda kellingu þá sem var 90 cm á lengd og 62 cm í ummál!" Og Kristján bætir við:" Þetta var svaka fiskur sem tók svarta Leach í myrkrinu, á Loop Göran Anderson 12" #6 en því að ég er í team Loop þá nota ég bara stangirnar frá þeim þegar ég veiði." Við eigum vonandi eftirt að heyra meira frá honum áður en tímabilið er úti en það er nú á síðustu vikunum enda fer að hausta á suðurhveli jarðar á sama tíma og vorið kemur til okkar.
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Flott byrjun fyrir austan hjá Stjána Ben og félögum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði