Ríkur Finni fékk 8 milljón króna hraðasekt Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 13:16 Þokkaleg upphæðin á sekt Finnans efnaða. Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent