Harpa semur við Tix Miðasölu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2015 10:04 Sindri Már Finnbogason og Halldór Guðmundsson. mynd/aðsend Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús hefur gert samning við Tix Miðasölu um notkun á miðasölukerfi Tix.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tix. Um er að ræða langtímasamning sem felur í sér uppsetningu á miðasölukerfi Tix.is í afgreiðslu miðasölu Hörpu og miðasölu á netinu sem fram fer á harpa.is og tix.is. Stefnt er að því að notkun kerfisins hefjist í byrjun sumars og tekur þá við af því kerfi sem hefur verið í notkun frá opnun hússins. Með samstarfinu við Tix verður þjónusta við miðakaupendur á netinu aukin til muna og verða áskriftaraðir Sinfóníunnar einnig fáanlegar í netsölu. Nýtt miðasölukerfi mun einnig gefa kost á sölu á varningi fyrir viðburði sem í gangi eru hverju sinni, s.s. boli og geisladiska. „Ég er virkilega ánægður með þennan samning við Hörpu og það traust sem þetta stærsta tónleikahús hér á landi sýnir okkar unga fyrirtæki. Harpa er eftirsóttasti samstarfsaðilinn á miðasölumarkaðnum á Íslandi og það er mikill heiður að húsið sé nú komið í hóp okkar viðskiptavina. Nútíma miðasala á að vera hagkvæm, tæknilega sveigjanleg og til hagsbóta fyrir bæði tónleikahaldara og gesti og það ætlum við að tryggja,“ segir Sindri Már Finnbogason, framkvæmdastjóri Tix Miðasölu. Tix Miðasala var stofnuð í lok september 2014 og var miðasöluvefur fyrirtækisins opnaður formlega þann 1. október. Á vefnum er hægt að nálgast miða á hina ýmsu viðburði, eins og Iceland Airwaves, Secret Solstice, Eistnaflug, viðburði í Hljómahöll og Bíó Paradís svo eitthvað sé nefnt. Stofnandi og eigandi Tix Miðasölu er Sindri Már Finnbogason. Sindri hefur yfir 12 ára reynslu í miðasölu á netinu, bæði hér á Íslandi og í Skandinavíu hjá fyrirtækinu Billetlugen A/S þar sem hann kom að uppsetningu á miðasölukerfum fyrir Sinfóníuna í Kaupmannahöfn, Norsku óperuna, Tónlistarhúsið í Árhúsum, Tónlistarhúsið í Stavanger og fleiri. Miðasölukerfið sem notað verður af Hörpu er alfarið þróað af Tix Miðasölu og er nú unnið að nýrri útgáfu á vefnum þar sem ýmsar nýjungar verða í boði fyrir miðakaupendur. Tix Miðasala ehf. er til húsa í Grjótagötu 7 í Reykjavík. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús hefur gert samning við Tix Miðasölu um notkun á miðasölukerfi Tix.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tix. Um er að ræða langtímasamning sem felur í sér uppsetningu á miðasölukerfi Tix.is í afgreiðslu miðasölu Hörpu og miðasölu á netinu sem fram fer á harpa.is og tix.is. Stefnt er að því að notkun kerfisins hefjist í byrjun sumars og tekur þá við af því kerfi sem hefur verið í notkun frá opnun hússins. Með samstarfinu við Tix verður þjónusta við miðakaupendur á netinu aukin til muna og verða áskriftaraðir Sinfóníunnar einnig fáanlegar í netsölu. Nýtt miðasölukerfi mun einnig gefa kost á sölu á varningi fyrir viðburði sem í gangi eru hverju sinni, s.s. boli og geisladiska. „Ég er virkilega ánægður með þennan samning við Hörpu og það traust sem þetta stærsta tónleikahús hér á landi sýnir okkar unga fyrirtæki. Harpa er eftirsóttasti samstarfsaðilinn á miðasölumarkaðnum á Íslandi og það er mikill heiður að húsið sé nú komið í hóp okkar viðskiptavina. Nútíma miðasala á að vera hagkvæm, tæknilega sveigjanleg og til hagsbóta fyrir bæði tónleikahaldara og gesti og það ætlum við að tryggja,“ segir Sindri Már Finnbogason, framkvæmdastjóri Tix Miðasölu. Tix Miðasala var stofnuð í lok september 2014 og var miðasöluvefur fyrirtækisins opnaður formlega þann 1. október. Á vefnum er hægt að nálgast miða á hina ýmsu viðburði, eins og Iceland Airwaves, Secret Solstice, Eistnaflug, viðburði í Hljómahöll og Bíó Paradís svo eitthvað sé nefnt. Stofnandi og eigandi Tix Miðasölu er Sindri Már Finnbogason. Sindri hefur yfir 12 ára reynslu í miðasölu á netinu, bæði hér á Íslandi og í Skandinavíu hjá fyrirtækinu Billetlugen A/S þar sem hann kom að uppsetningu á miðasölukerfum fyrir Sinfóníuna í Kaupmannahöfn, Norsku óperuna, Tónlistarhúsið í Árhúsum, Tónlistarhúsið í Stavanger og fleiri. Miðasölukerfið sem notað verður af Hörpu er alfarið þróað af Tix Miðasölu og er nú unnið að nýrri útgáfu á vefnum þar sem ýmsar nýjungar verða í boði fyrir miðakaupendur. Tix Miðasala ehf. er til húsa í Grjótagötu 7 í Reykjavík.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira