500.000 Toyota Corolla á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 14:45 Tilbúin Toyota Corolla í Blue Springs. Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
Toyota Corolla hélt titlinum mest seldi bíll heims til margra ára og í dag er hann framleiddur í mörgum löndum, þ.e. Japan, Bandaríkjunum, Brasilíu, S-Afríku, Tyrklandi, Pakistan, Kína, Taiwan og í Tælandi. Í Bandaríkjunum er Corolla nú framleidd í Blue Springs í Mississippi fylki og þar hefur bílinn verið framleiddur frá árinu 2011, en þar áður í Kaliforníu. Á þeim tæplega 4 árum sem hann hefur verið framleiddur þar hefur verksmiðjan nú skilað frá sér 500.000 eintökum af bílnum og var því fagnað í síðasta mánuði. Í fyrra framleiddi verksmiðjan í Blue Springs 180.000 Corolla bíla, en í verksmiðjunni starfa 2.000 manns. Alls hafa verið seldir 10 milljón Toyota Corolla bíla í Bandaríkjunum frá upphafi, en sala hans hófst árið 1968. Toyota hefur alls framleitt 21 milljón Toyota bíla í Bandaríkjunum frá því fyrsta verksmiðja Toyota var opnuð þar vestanhafs.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent