Jákvæðar breytingar en sama vélin Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 10:30 Kia Sorento er stæðilegur á velli. Kia Sorento – reynsluakstur Bæði Hyundai og systurfyrirtækið Kia hafa fundið útúr því að ef bílar eru snotrir útlits, hlaðnir tækni, endast vel og eru á frambærilegu verði muni þeir seljast. Ofan á það hafa báðir framleiðendur bætt langri ábyrgð bílanna og hefur það vafalaust aukið sölu þeirra. Bæði Kia og Hyundai keppa í flokki fremur stórra jepplinga með bílana Sorento og Santa Fe og þar er ekki auðvelt að keppa og margir góðir keppinautarnir. Þeim hefur þó gengið vel með báða þessa bíla og þeir selst vel. Áhyggjuatriði er þó hátt gengi S-Kóreska wonsins og afleiðingum þess að bílar þeirra verði of dýrir. Kia kynnti á dögunum fyrir bílablaðamönnum nýja þriðju kynslóð Sorento jeppans í hinum fagra bæ Sitges í nágrenni Barcelona. Sorento af síðustu kynslóð var nokkuð laglegur bíll og víst er að hann er nú orðinn miklu snotrari og útlitsbreytingarnar afar jákvæðar og ekki síst hinn stóri og flotti vindkljúfur að aftan. Bíllinn hefur lengst nokkuð og er allur orðinn meiri bíll að sjá. Sorento er nú 9,5 cm lengri, 0,5 cm breiðari og 1,5 cm lægri til þaksins og sportlegri allur fyrir vikið.Troðinn af tækninýjungum Ef til vill eru mestu breytingarnar í bílnum fólgnar í allskonar tæknibúnaði og þá kemur fyrst upp í hugann 3 akstursstillingar, 360 gráðu myndavél og búnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og heldur réttri fjarlægð frá næsta bíl við langakstur. Einnig var voða flott að sjá að bæði er hita- og kuldastilling í framsætum bílsins og aftursætin eru einnig með hita. Þetta er eitthvað sem maður á ekki að venjast í bílum í þessum verðflokki. Einnig er innrétting bílsins orðin talsvert flottari, mikil gæði eru í frágangi hennar og takkar stórir og góðir og vænir fyrir þá sem aka með hanska. Ein eftirtektarverð breyting enn er sú að nú er Sorento eingöngu 7 sæta, þ.e. ekki sem valkostur heldur staðalbúnaður. Bíllinn er nú 14% stífari að sögn Kia og fyrir því finnst og Kia hefur einnig tekist að minnka hliðarhalla í beygjum með góðu aðstoðarkerfi og gripið er ári gott þegar tekið er á bílnum. Fjöðrun bílsins er ágæt og étur vel ójöfnur. Kia Sorento er því ágætur akstursbíll en hann á samt nokkuð í akstursgetu margra af dýrari bílum þýsku lúxusbílaframleiðendanna, Audi, BMW og Benz. En hver átti von á öðru, a.m.k. ekki undirritaður.Orðinn mun flottari að innan Framsætin í bílnum er þokkaleg en alls ekki með þeim bestu, tiltölulega hörð og gætu þreytt farþega í langakstri. Rýmið framí er til fyrirmyndar og það á einnig við afturí, en þar er bæði yfrið pláss fyrir fætur og höfuð. Einn af mjög flottum kostum Sorento er risastórt glerþak sem loka má með einum takka, en ávallt mér best að hafa það opið, en það gerir bíla bjartari og ekki veitir af ef innréttingarnar eru í dekkra lagi. Einn mjög flottur kostur í bílnum er fólginn í því að aftursætin eru á sleða og flytja má bekkinn heilmikið fram og aftur. Gaman var líka að sjá að loka má skotthleranum með takka, búnaður sem algengari var í dýrari bílum. Einnig gladdi gott hljóðkerfi bílsins en það er með 10 hátalara og býsna gott. Þá má einnig finna USB afturí. Blindpunktsviðvörun í hliðarspegli er einnig vel þegin í þessum nýja bíl. Sorento er 7 sæta bíll og þeir tveir sem nota eiga öftustu röðina þurfa annað hvort að vera smávaxnir eða börn, eins og gjarnan á við sjötta og sjöunda sætið í bílum.Sama dísilvélin Það kom undirrituðum á óvart að með nýrri kynslóð Sorento væri ekki komin ný dísilvél í bílinn, en sama 2,2 lítra dísilvélin er í honum og áður og hefur hún fengið 3 auka hestöfl og er nú 200 hestöfl slétt. Þarna er Kia aðeins eftirá í vélarþróun og hefði eðlilegra verið að komin væri þróaðri vél með meira afl og lægri eyðslu, enda er eyðsla bílsins einn af ókostum hans. Eyðsla bílsins er uppgefin 5,7 lítrar en langur vegur var frá þeirri tölu í reynsluakstri, eins og reyndar oftast. Með sjálfskiptingu mengar hann 177 g/km og er það í hærra kantinum. Þessi vél dugar alveg bílnum, en skemmtilegra hefði verið að búa að meira afli, líkt og fyrirfinnst í mörgum öðrum bílum í þessum flokki. BMW er t.d. með 218 hestafla dísilvél í X5 jeppanum sem er þó aðeins með 2,0 lítra sprengirými. Vonandi gerir Kia bragabót á þessu áður en kemur til næstu kynslóðar. Í heildina litið er Kia Sorento ári mikill bíll og víst er hann miklu betri en forverinn, nú hlaðinn tækni og fyrir augað að utan sem innan. Hann á þó verðuga keppinauta. Helsta þeirra skal nefna Toyota RAV4 sem kostar 6.850.000 frá kr. með 2,2 l. dísilvél og sjálfskiptingu. Honda CR-V eins búinn kostar 6.740.000 kr. Mitsubishi Outlander með 2,2 lítra 150 hestafla dísilvél og 7 sæti kostar 6.450.000 kr. Hyundai Santa Fe, 7 manna með 200 hestafla dísilvél kostar 8.050.000 kr. Kia Sorento kostar 7.590.777 kr. Hann er nokkru stærri en Honda CR-V og Toyota RAV4 og með öflugri vél og því er verðið réttlætanlegt.Kostir: Vel búinn, rúmt innanrými, fallegurÓkostir: Skortir nýja vélarhönnun, eyðsla, verð í hærri kanti 2,2 l. dísilvél, 200 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 174 g/km CO2 Hröðun: 9,6 sek. Hámarkshraði: 203 km/klst Verð: kr. 7.590.777 Umboð: AskjaVandaður frágangur í laglegri innréttingunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent
Kia Sorento – reynsluakstur Bæði Hyundai og systurfyrirtækið Kia hafa fundið útúr því að ef bílar eru snotrir útlits, hlaðnir tækni, endast vel og eru á frambærilegu verði muni þeir seljast. Ofan á það hafa báðir framleiðendur bætt langri ábyrgð bílanna og hefur það vafalaust aukið sölu þeirra. Bæði Kia og Hyundai keppa í flokki fremur stórra jepplinga með bílana Sorento og Santa Fe og þar er ekki auðvelt að keppa og margir góðir keppinautarnir. Þeim hefur þó gengið vel með báða þessa bíla og þeir selst vel. Áhyggjuatriði er þó hátt gengi S-Kóreska wonsins og afleiðingum þess að bílar þeirra verði of dýrir. Kia kynnti á dögunum fyrir bílablaðamönnum nýja þriðju kynslóð Sorento jeppans í hinum fagra bæ Sitges í nágrenni Barcelona. Sorento af síðustu kynslóð var nokkuð laglegur bíll og víst er að hann er nú orðinn miklu snotrari og útlitsbreytingarnar afar jákvæðar og ekki síst hinn stóri og flotti vindkljúfur að aftan. Bíllinn hefur lengst nokkuð og er allur orðinn meiri bíll að sjá. Sorento er nú 9,5 cm lengri, 0,5 cm breiðari og 1,5 cm lægri til þaksins og sportlegri allur fyrir vikið.Troðinn af tækninýjungum Ef til vill eru mestu breytingarnar í bílnum fólgnar í allskonar tæknibúnaði og þá kemur fyrst upp í hugann 3 akstursstillingar, 360 gráðu myndavél og búnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og heldur réttri fjarlægð frá næsta bíl við langakstur. Einnig var voða flott að sjá að bæði er hita- og kuldastilling í framsætum bílsins og aftursætin eru einnig með hita. Þetta er eitthvað sem maður á ekki að venjast í bílum í þessum verðflokki. Einnig er innrétting bílsins orðin talsvert flottari, mikil gæði eru í frágangi hennar og takkar stórir og góðir og vænir fyrir þá sem aka með hanska. Ein eftirtektarverð breyting enn er sú að nú er Sorento eingöngu 7 sæta, þ.e. ekki sem valkostur heldur staðalbúnaður. Bíllinn er nú 14% stífari að sögn Kia og fyrir því finnst og Kia hefur einnig tekist að minnka hliðarhalla í beygjum með góðu aðstoðarkerfi og gripið er ári gott þegar tekið er á bílnum. Fjöðrun bílsins er ágæt og étur vel ójöfnur. Kia Sorento er því ágætur akstursbíll en hann á samt nokkuð í akstursgetu margra af dýrari bílum þýsku lúxusbílaframleiðendanna, Audi, BMW og Benz. En hver átti von á öðru, a.m.k. ekki undirritaður.Orðinn mun flottari að innan Framsætin í bílnum er þokkaleg en alls ekki með þeim bestu, tiltölulega hörð og gætu þreytt farþega í langakstri. Rýmið framí er til fyrirmyndar og það á einnig við afturí, en þar er bæði yfrið pláss fyrir fætur og höfuð. Einn af mjög flottum kostum Sorento er risastórt glerþak sem loka má með einum takka, en ávallt mér best að hafa það opið, en það gerir bíla bjartari og ekki veitir af ef innréttingarnar eru í dekkra lagi. Einn mjög flottur kostur í bílnum er fólginn í því að aftursætin eru á sleða og flytja má bekkinn heilmikið fram og aftur. Gaman var líka að sjá að loka má skotthleranum með takka, búnaður sem algengari var í dýrari bílum. Einnig gladdi gott hljóðkerfi bílsins en það er með 10 hátalara og býsna gott. Þá má einnig finna USB afturí. Blindpunktsviðvörun í hliðarspegli er einnig vel þegin í þessum nýja bíl. Sorento er 7 sæta bíll og þeir tveir sem nota eiga öftustu röðina þurfa annað hvort að vera smávaxnir eða börn, eins og gjarnan á við sjötta og sjöunda sætið í bílum.Sama dísilvélin Það kom undirrituðum á óvart að með nýrri kynslóð Sorento væri ekki komin ný dísilvél í bílinn, en sama 2,2 lítra dísilvélin er í honum og áður og hefur hún fengið 3 auka hestöfl og er nú 200 hestöfl slétt. Þarna er Kia aðeins eftirá í vélarþróun og hefði eðlilegra verið að komin væri þróaðri vél með meira afl og lægri eyðslu, enda er eyðsla bílsins einn af ókostum hans. Eyðsla bílsins er uppgefin 5,7 lítrar en langur vegur var frá þeirri tölu í reynsluakstri, eins og reyndar oftast. Með sjálfskiptingu mengar hann 177 g/km og er það í hærra kantinum. Þessi vél dugar alveg bílnum, en skemmtilegra hefði verið að búa að meira afli, líkt og fyrirfinnst í mörgum öðrum bílum í þessum flokki. BMW er t.d. með 218 hestafla dísilvél í X5 jeppanum sem er þó aðeins með 2,0 lítra sprengirými. Vonandi gerir Kia bragabót á þessu áður en kemur til næstu kynslóðar. Í heildina litið er Kia Sorento ári mikill bíll og víst er hann miklu betri en forverinn, nú hlaðinn tækni og fyrir augað að utan sem innan. Hann á þó verðuga keppinauta. Helsta þeirra skal nefna Toyota RAV4 sem kostar 6.850.000 frá kr. með 2,2 l. dísilvél og sjálfskiptingu. Honda CR-V eins búinn kostar 6.740.000 kr. Mitsubishi Outlander með 2,2 lítra 150 hestafla dísilvél og 7 sæti kostar 6.450.000 kr. Hyundai Santa Fe, 7 manna með 200 hestafla dísilvél kostar 8.050.000 kr. Kia Sorento kostar 7.590.777 kr. Hann er nokkru stærri en Honda CR-V og Toyota RAV4 og með öflugri vél og því er verðið réttlætanlegt.Kostir: Vel búinn, rúmt innanrými, fallegurÓkostir: Skortir nýja vélarhönnun, eyðsla, verð í hærri kanti 2,2 l. dísilvél, 200 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 174 g/km CO2 Hröðun: 9,6 sek. Hámarkshraði: 203 km/klst Verð: kr. 7.590.777 Umboð: AskjaVandaður frágangur í laglegri innréttingunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent