Nýr Audi R8 er 610 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 09:03 Audi R8 árgerð 2016 er nú enn meiri orkubolti en áður. Audi er nú að fara að kynna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8 og kemur hann fyrst fyrir sjónir gesta á bílasýningunni í Genf sem er um það bil að hefjast. Engu að síður hefur lekið út að vélin í bílnum er 5,2 lítra V10 bensínvél sem annarsvegar skilar 540 hestöflum og hinsvegar 610 hestöflum. Með þeim báðum skilar bíllinn sér í hundrað kílómetra hraða á innan við 3,5 sekúndum. Báðir eru þeir einnig með meiri hámarkshraða en 320 km/klst. Núverandi Audi R8 má fá með V8 vél sem skilar 430 hestöflum og V10 vél sem skilar 525 eða 550 hestöflum. Sá nýi er sagður 40% stífari, 30 millimetrum lægri og að hann vegur aðeins 1.500 kíló. Ennfremur er komin í bílinn stilling fyrir grimmari akstur og nýtt rafrænt kerfi fyrir stýringu bílsins. Bíllinn verður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu og ekki verður lengur hægt að fá hann beinskiptan. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Audi er nú að fara að kynna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8 og kemur hann fyrst fyrir sjónir gesta á bílasýningunni í Genf sem er um það bil að hefjast. Engu að síður hefur lekið út að vélin í bílnum er 5,2 lítra V10 bensínvél sem annarsvegar skilar 540 hestöflum og hinsvegar 610 hestöflum. Með þeim báðum skilar bíllinn sér í hundrað kílómetra hraða á innan við 3,5 sekúndum. Báðir eru þeir einnig með meiri hámarkshraða en 320 km/klst. Núverandi Audi R8 má fá með V8 vél sem skilar 430 hestöflum og V10 vél sem skilar 525 eða 550 hestöflum. Sá nýi er sagður 40% stífari, 30 millimetrum lægri og að hann vegur aðeins 1.500 kíló. Ennfremur er komin í bílinn stilling fyrir grimmari akstur og nýtt rafrænt kerfi fyrir stýringu bílsins. Bíllinn verður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu og ekki verður lengur hægt að fá hann beinskiptan.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent