SsangYong hættir sölu í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2015 16:14 SsangYong í Rússlandi. S-Kóreski bílaframleiðandinn SsangYong hefur nú í kjölfar margra annarra bílaframleiðenda ákveðið að hætta innflutningi bíla sinna til Rússlands. Það er stórt skref fyrir SsangYong að taka þar sem Rússland er stærsti útflutningsmarkaður fyrirtækisins. Allir þeir bílar sem SsangYong hefur selt í Rússlandi eru innfluttir frá S-Kóreu, en nú hefur þeim innflutningi verið hætt vegna dræmrar sölu. Salan féll um 41% í fyrra og nam 21.258 bílum en var 35.753 bílar árið 2013. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur SsangYong selt aðeins 1.294 bíla í Rússlandi og salan fallið um 61% frá fyrra ári, sem þó var ekki gott. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
S-Kóreski bílaframleiðandinn SsangYong hefur nú í kjölfar margra annarra bílaframleiðenda ákveðið að hætta innflutningi bíla sinna til Rússlands. Það er stórt skref fyrir SsangYong að taka þar sem Rússland er stærsti útflutningsmarkaður fyrirtækisins. Allir þeir bílar sem SsangYong hefur selt í Rússlandi eru innfluttir frá S-Kóreu, en nú hefur þeim innflutningi verið hætt vegna dræmrar sölu. Salan féll um 41% í fyrra og nam 21.258 bílum en var 35.753 bílar árið 2013. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur SsangYong selt aðeins 1.294 bíla í Rússlandi og salan fallið um 61% frá fyrra ári, sem þó var ekki gott.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent