Limósína Gorbachev til sölu Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 09:29 ZIL forsetabíll Gorbachev og Yeltsin. Þessi bíll er aðeins einn af aðeins 13 svona bílum sem smíðaðir voru fyrir ráðamenn í Rússlandi á árunum 1989 til 2007. Meðal þeirra sem höfðu afnot af þessum bílum voru forsetarnir Michael Gorbachov og Boris Yeltsin, svo fullyrða má að sagan drjúpi af bílnum. Það er heldur ekkert lítilræði sem áhugasamir kaupendur þurfa að reiða fram til að eignast þennan grip, eða 225 milljónir króna. Þessir bílar voru framleiddir af ZIL bílaframleiðandanum í Rússlandi, sem lengi hefur séð ráðamönnum þarlendis fyrir farkostum. Fyrir utan hið sögulega gildi sem bílnum fylgir er þessi bíll ef til vill ekki svo eigulegur. Hann vegur 5,5 tonn og þrátt fyrir 315 hestafla 7,7 lítra V8 vél hans er hann ekki snarpur bíll, en þyngdin útskýrist af mikilli brynvörn bílsins. Bíllinn er aðeins ekinn 29.400 kílómetra. Hönnun bílsins hefur aldri þótt mikið augnakonfekt, vart sést í bogna línu og bíllinn allur stórkallalega kantaður. Innrétting hans þykir heldur ekki mjög fögur, en sætin eru úr leðri og viður víða notaður til prýði. Hvort bíllinn muni seljast á þessu háa uppsetta verði verður forvitnilegt að sjá en víst er að fyrir margan efnamanninn væri það létt grín að eiga bíl Gorbachevs. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Þessi bíll er aðeins einn af aðeins 13 svona bílum sem smíðaðir voru fyrir ráðamenn í Rússlandi á árunum 1989 til 2007. Meðal þeirra sem höfðu afnot af þessum bílum voru forsetarnir Michael Gorbachov og Boris Yeltsin, svo fullyrða má að sagan drjúpi af bílnum. Það er heldur ekkert lítilræði sem áhugasamir kaupendur þurfa að reiða fram til að eignast þennan grip, eða 225 milljónir króna. Þessir bílar voru framleiddir af ZIL bílaframleiðandanum í Rússlandi, sem lengi hefur séð ráðamönnum þarlendis fyrir farkostum. Fyrir utan hið sögulega gildi sem bílnum fylgir er þessi bíll ef til vill ekki svo eigulegur. Hann vegur 5,5 tonn og þrátt fyrir 315 hestafla 7,7 lítra V8 vél hans er hann ekki snarpur bíll, en þyngdin útskýrist af mikilli brynvörn bílsins. Bíllinn er aðeins ekinn 29.400 kílómetra. Hönnun bílsins hefur aldri þótt mikið augnakonfekt, vart sést í bogna línu og bíllinn allur stórkallalega kantaður. Innrétting hans þykir heldur ekki mjög fögur, en sætin eru úr leðri og viður víða notaður til prýði. Hvort bíllinn muni seljast á þessu háa uppsetta verði verður forvitnilegt að sjá en víst er að fyrir margan efnamanninn væri það létt grín að eiga bíl Gorbachevs.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent