Jeppar og jepplingar leiða aukningu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 13:01 Nissan Qashqai var söluhæstur í jeppa- og jepplingaflokki í fyrra í Evrópu. Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Í fyrra jókst bílasala í Evrópu um 5,3% en sala á jeppum og jepplingum um 21%. Það eru semsagt bílar allt frá Opel Mokka/Nissan Qashqai til BMW X5/Audi Q7 sem bílkaupendur eru svo sólgnir í þessa dagana. Jeppar og jepplingar voru 20% af allri sölu bíla í Evrópu í fyrra, en var 17% árið 2013. Alls seldust 2,5 milljónir jeppa og jepplinga í Evrópu í fyrra af alls 12,8 milljón bílum. Þetta hlutfall á vafalaust eftir að hækka enn meira í ár en spáð er áframhaldandi mikilli aukningu í sölu á jeppum og jepplingum. Það er aðeins í Kína sem ásókn er meiri í jeppa og jepplinga en í Evrópu. Í Kína eru 26% allra seldra bíla jeppar eða jepplingar. Í Evrópu var mest seldi bíllinn í þessum flokki Nissan Qashqai og seldust af honum rétt um 200.000 eintök.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent