Sjálfakandi Audi frá San Francisco til New York Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 15:00 Audi SQ5 bíllinn sem aka mun þvert yfir Bandaríkin án ökumanns. Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent