Biðröð eftir 707 hestafla Dodge Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 09:33 Dodge Challenger Hellcat setur öll 707 hestöflin niður á afturöxulinn. Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent
Ástin á hestöflum virðist síst þverrandi hjá Bandaríkjamönnum því biðröð hefur myndast eftir 707 hestafla kraftatröllunum Dodge Challenger og Dodge Charger. Það er í raun langt í frá að Dodge, sem er í eigu Chrysler, hafi undan að framleiða uppí pantanir á bílunum. Þar er nú verið að leita leiða til að auka framleiðsluna á bílunum svo kaupendur þurfi nú ekki að bíða heila eilífð eftir draumabílnum. Dodge Challenger Hellcat er líklega ódýrasti bíll í heimi sem skartar eins miklu hestaflastóði sem ríflega 700 hestöflum. Hann kostar 60.990 dollara, eða um 8,5 milljónir króna. Bíllinn er ekki nema 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna með sinni 6,2 lítra V8 vél og 3,6 sekúndur í hundraðið.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent