Sjöundi bíll Porsche á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2015 14:58 Porsche 911 Turbo S. Porsche framleiðir í dag Cayenne, Macan, Panamera, Boxster/Cayman, 911 og 918 Spyder bílana. Haft var eftir forráðamönnum Porsche í gær að stutt væri í að Porsche kynnti sjönda bíl sinn, en án þess að láta nokkuð uppi um hvernig sá bíll kemur til með að vera. Ýmsar getgátur eru að sjálfsögðu uppi. Sumir vilja meina að um sé að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, aðrir Shooting Brake útgáfu af Panamera bílnum og enn aðrir að það verði bíll sem brúar verðbilið milli Porsche 911 Turbo S og 918 Spyder, bíll sem ætti að keppa við Ferrari bíla. Porsche fyrirtækinu gengur ógnarvel þessa dagana og hagnaðist sem aldrei fyrr í fyrra og seldi fleiri bíla en nokkru sinni, eða 189.849 bíla. Porsche ætlar að selja yfir 200.000 bíla í ár og væntir mjög vaxandi sölu í Kína og Bandaríkjunum, auk þess sem í ár er fyrsta heila árið sem Macan er í sölu, en hann var kynntur til leiks í apríl í fyrra. Porsche seldi 34% fleiri bíla í febrúar í ár en í fyrra og byrjar árið frábærlega. Eftirspurn eftir lúxusbílum í heiminum fer nú stórvaxandi og gott gengi þeirra allra í fyrra er til vitnis um það. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Porsche framleiðir í dag Cayenne, Macan, Panamera, Boxster/Cayman, 911 og 918 Spyder bílana. Haft var eftir forráðamönnum Porsche í gær að stutt væri í að Porsche kynnti sjönda bíl sinn, en án þess að láta nokkuð uppi um hvernig sá bíll kemur til með að vera. Ýmsar getgátur eru að sjálfsögðu uppi. Sumir vilja meina að um sé að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, aðrir Shooting Brake útgáfu af Panamera bílnum og enn aðrir að það verði bíll sem brúar verðbilið milli Porsche 911 Turbo S og 918 Spyder, bíll sem ætti að keppa við Ferrari bíla. Porsche fyrirtækinu gengur ógnarvel þessa dagana og hagnaðist sem aldrei fyrr í fyrra og seldi fleiri bíla en nokkru sinni, eða 189.849 bíla. Porsche ætlar að selja yfir 200.000 bíla í ár og væntir mjög vaxandi sölu í Kína og Bandaríkjunum, auk þess sem í ár er fyrsta heila árið sem Macan er í sölu, en hann var kynntur til leiks í apríl í fyrra. Porsche seldi 34% fleiri bíla í febrúar í ár en í fyrra og byrjar árið frábærlega. Eftirspurn eftir lúxusbílum í heiminum fer nú stórvaxandi og gott gengi þeirra allra í fyrra er til vitnis um það.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent