"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ ingvar haraldsson skrifar 11. mars 2015 11:06 „Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“ Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira