Kínverjar brjálaðir í jeppa Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 16:01 Jeppar seljast eins og heitar lummur í Kína. Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent
Þó svo að Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir ást sína á jeppum og pallbílum virðist sem Kínverjar ætli jafnvel að slá þeim við. Sala á slíkum bílum í janúar og febrúar jókst um 66% frá árinu í fyrra. Heildarsala bíla í Kína á þessum tveimur mánuðum jókst um 16%. Það er fleira sem Kínverjar eiga sameiginlegt með Bandaríkjamönnum er kemur að vali á bílum. Þekkt er ást þeirra vestra á fólksbílum sem bjóðast af lengri gerð en hefðbundin smíði þeirra. Kínverjar hafa eiginlega tekið þessa ást í enn meiri hæðir því varla seljast stærri fólksbílar eins og Audi A8, Mercedes Benz S-Class og BMW 7-línan nema af lengdri gerð í Kína. Í Kína er langstærsti bílamarkaður heims og þar seldust alls 23,5 milljón fólksbílar og atvinnubílar í fyrra og var það ríflega fjórðungur af heimssölunni, sem var um 80 milljón bílar. Ef 16% söluaukning verður allt árið í ár líkt og hefur verið á fyrstu 2 mánuðum þessa árs verður sala bíla í Kína 27,3 milljón bílar. Ekki er þó búist svo mikilli sölu í ár, en í upphafi árs var spáð um 7% söluaukningu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent