Volkswagen vinnur að 6.000 evra bíl fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 10:40 Svona gæti ódýri bíllinn litið út fyrir Kínamarkað. Kína er stærsti markaður Volkswagen bíla og þar framleiðir Volkswagen bílafjölskyldan yfir 3 milljónir bíla á ári og stefnir að 4 milljón bíla framleiðslu árið 2018. Einn liður í því er að bjóða mjög ódýran bíl sem kosta á á bilinu 6-7.000 evrur. Þessi áform Volkswagen hafa legið fyrir í nokkurn tíma og sagði forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, á bílasýningunni í Genf að vænta mætti á næstunni frekari frétta af smíði slíks bíls. Hönnun bílsins er langt komin og teikningar af honum hafa verið samþykktar. Vandi Volkswagen hefur verið fólginn í því að ásættanlegur hagnaður verði af smíði bílsins, en Volkswagen er nú að taka verulega til hjá sér hvað varðar kostnað við smíði bíla sinna, sem eru langt á eftir systurmerkjunum Audi, Skoda, Porsche og Bentley hvað varðar arðsemi. Volkswagen er stærsti erlendi bílaframleiðandi í Kína og smíðar þar margar gerðir af Volkswagen, Audi, Skoda og fleiri bílgerðum Volkswagen samstæðunnar. Í Kína seljast um þriðjungur bíla sem samstæðan framleiðir á ári hverju og þar sem vöxturinn í sölu er þar einna mestur, er áherslan á framleiðslu bíla þar mikil. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Kína er stærsti markaður Volkswagen bíla og þar framleiðir Volkswagen bílafjölskyldan yfir 3 milljónir bíla á ári og stefnir að 4 milljón bíla framleiðslu árið 2018. Einn liður í því er að bjóða mjög ódýran bíl sem kosta á á bilinu 6-7.000 evrur. Þessi áform Volkswagen hafa legið fyrir í nokkurn tíma og sagði forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, á bílasýningunni í Genf að vænta mætti á næstunni frekari frétta af smíði slíks bíls. Hönnun bílsins er langt komin og teikningar af honum hafa verið samþykktar. Vandi Volkswagen hefur verið fólginn í því að ásættanlegur hagnaður verði af smíði bílsins, en Volkswagen er nú að taka verulega til hjá sér hvað varðar kostnað við smíði bíla sinna, sem eru langt á eftir systurmerkjunum Audi, Skoda, Porsche og Bentley hvað varðar arðsemi. Volkswagen er stærsti erlendi bílaframleiðandi í Kína og smíðar þar margar gerðir af Volkswagen, Audi, Skoda og fleiri bílgerðum Volkswagen samstæðunnar. Í Kína seljast um þriðjungur bíla sem samstæðan framleiðir á ári hverju og þar sem vöxturinn í sölu er þar einna mestur, er áherslan á framleiðslu bíla þar mikil.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent