Volkswagen vinnur að 6.000 evra bíl fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 10:40 Svona gæti ódýri bíllinn litið út fyrir Kínamarkað. Kína er stærsti markaður Volkswagen bíla og þar framleiðir Volkswagen bílafjölskyldan yfir 3 milljónir bíla á ári og stefnir að 4 milljón bíla framleiðslu árið 2018. Einn liður í því er að bjóða mjög ódýran bíl sem kosta á á bilinu 6-7.000 evrur. Þessi áform Volkswagen hafa legið fyrir í nokkurn tíma og sagði forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, á bílasýningunni í Genf að vænta mætti á næstunni frekari frétta af smíði slíks bíls. Hönnun bílsins er langt komin og teikningar af honum hafa verið samþykktar. Vandi Volkswagen hefur verið fólginn í því að ásættanlegur hagnaður verði af smíði bílsins, en Volkswagen er nú að taka verulega til hjá sér hvað varðar kostnað við smíði bíla sinna, sem eru langt á eftir systurmerkjunum Audi, Skoda, Porsche og Bentley hvað varðar arðsemi. Volkswagen er stærsti erlendi bílaframleiðandi í Kína og smíðar þar margar gerðir af Volkswagen, Audi, Skoda og fleiri bílgerðum Volkswagen samstæðunnar. Í Kína seljast um þriðjungur bíla sem samstæðan framleiðir á ári hverju og þar sem vöxturinn í sölu er þar einna mestur, er áherslan á framleiðslu bíla þar mikil. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent
Kína er stærsti markaður Volkswagen bíla og þar framleiðir Volkswagen bílafjölskyldan yfir 3 milljónir bíla á ári og stefnir að 4 milljón bíla framleiðslu árið 2018. Einn liður í því er að bjóða mjög ódýran bíl sem kosta á á bilinu 6-7.000 evrur. Þessi áform Volkswagen hafa legið fyrir í nokkurn tíma og sagði forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, á bílasýningunni í Genf að vænta mætti á næstunni frekari frétta af smíði slíks bíls. Hönnun bílsins er langt komin og teikningar af honum hafa verið samþykktar. Vandi Volkswagen hefur verið fólginn í því að ásættanlegur hagnaður verði af smíði bílsins, en Volkswagen er nú að taka verulega til hjá sér hvað varðar kostnað við smíði bíla sinna, sem eru langt á eftir systurmerkjunum Audi, Skoda, Porsche og Bentley hvað varðar arðsemi. Volkswagen er stærsti erlendi bílaframleiðandi í Kína og smíðar þar margar gerðir af Volkswagen, Audi, Skoda og fleiri bílgerðum Volkswagen samstæðunnar. Í Kína seljast um þriðjungur bíla sem samstæðan framleiðir á ári hverju og þar sem vöxturinn í sölu er þar einna mestur, er áherslan á framleiðslu bíla þar mikil.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent