Óku Jaguar bíl á vírum yfir Thames Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 12:13 Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
Til að leggja áherslu á hve léttbyggður hinn nýi Jaguar XF er tók Jaguar uppá því að aka einum slíkum bíla á vírum fyrir ofan ána Thames í Canary Wharf hverfinu. Vegalengdin sem bíllinn ók er um 240 metrar og þykkt vírsins sem bíllinn ók á er á við þykkt þumalfingurs. Ökumaður bílsins var enginn nýgræðingur í áhættuatriðum á bílum en hann hefur ekið bílum í James Bond myndum, Indiana Jones og Bourne myndum en þetta var að hans sögn það alfurðulegasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Mjög fáir áhorfendur voru af þessum atburði, en þó hafa 86.000 manns séð myndskeiðið hér að ofan. Í leiðinni setti Jaguar heimsmet í akstri bíla á vírum yfir vatn, en aldrei áður hefur bíl verið ekið lengri vegalengd við þessar aðstæður. Akstur bílsins yfir ána hefst ekki fyrr en um 4 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent