Lyons LM2 Streamliner er 1.700 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 15:06 Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent