„Ég sá svolítið mikið af ungum stúlkum að bera á sér brjóstin“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 12:26 Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga. „Maður hlýtur að læra einhvern tímann,“ sagði Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi skrif sín um #Freethenipple herferðina. Ég sendi enga grein inn, þetta var bara pæling sem ég henti inn í morgun. Biggi ákvað að henda í stöðuuppfærslu um málið á Facebook þar sem hann sagði herferðina góða en efaðist um að þetta væri rétta aðferðin til þess. „Ef þið viljið bera brjóstin stelpur þá er það sjálfsagt mál. Ef það er samt ekki í þeim tilgangi að gefa barni þá getið þið samt því miður gleymt því að halda að mönnum finnist ekkert kynferðislegt við það,“ skrifaði Biggi meðal annars og sagði að einhverjar stúlkur gætu séð eftir því eftir nokkur ár að hafa sett mynd af brjóstunum sínum á netið. Sjá einnig: Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: „Hvað ef þær sjá eftir þessu?“Í Harmageddon sagðist hann hafa skoðað þessa herferð í gærkvöldi og sett ákveðin spurningarmerki við hana. „Það hræddi mig pínu þegar ég fór að flakka um netið, ég sá svolítið mikið af ungum stúlkum að bera á sér brjóstin, ok, bara gott og blessað með það. Svo sá ég hvatningarorð frá strákum á móti. Þetta hræddi mig pínu. Það er nýbúið að tala við krakka að passa það sem þau setja á netið. Það sem hræddi mig að það væri að myndast múgsefjun og einhver gæti séð eftir þessu. Málstaðurinn er frábær og ég þoli ekki þetta feðraveldi sem við lifum í og þessi saga er hræðileg þar sem karlmenn eru að kúga konur og allt svoleiðis. Þetta var bara þannig pæling sem ég vildi koma fram með og eins og venjulega kemur hún svona furðulega fram, eða eitthvað, ég veit það ekki,“ sagði Biggi við Harmageddon. Þegar honum var bent á að tilgangurinn herferðarinnar væri að skila sökinni til þeirra sem skamma stúlkur fyrir að bera sig á netinu og að eftir fimm ár muni enginn sjá eftir því að láta mynd af brjóstunum sínum á netið því það þyki ekkert mál eftir þessa herferð svaraði Biggi: „Hugsanlega er það rétt. En þetta var ekki dýpra en pæling í þessa átt,“ sagði Biggi. Þegar borin voru undir skrif hans þess efnis að konur geti gleymt því að karlmenn sjái ekkert kynferðislegt við brjóst sagði hann vissulega vera til undantekningar. „Ert þú að hugsa, brjóst, brjóst, brjóst?,“ var Biggi spurður. „Nei, það eru vissar undantekningar eins og brjóstagjafir sem ég tengi ekkert kynferðislegt við,“ svaraði Biggi sem baðst afsökunar á þessum ummælum, ef þau hafa sært einhvern. „Auðvitað biðst ég afsökunar ef ég hef sært fólk, það mun ég alltaf gera og það er aldrei það sem ég vil gera, að særa fólk. Mér finnst samt í lagi að ræða málin í fleiri áttir.“ Heyrðu viðtalið í heild hér fyrir neðan. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 12:09 Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
„Maður hlýtur að læra einhvern tímann,“ sagði Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hann ræddi skrif sín um #Freethenipple herferðina. Ég sendi enga grein inn, þetta var bara pæling sem ég henti inn í morgun. Biggi ákvað að henda í stöðuuppfærslu um málið á Facebook þar sem hann sagði herferðina góða en efaðist um að þetta væri rétta aðferðin til þess. „Ef þið viljið bera brjóstin stelpur þá er það sjálfsagt mál. Ef það er samt ekki í þeim tilgangi að gefa barni þá getið þið samt því miður gleymt því að halda að mönnum finnist ekkert kynferðislegt við það,“ skrifaði Biggi meðal annars og sagði að einhverjar stúlkur gætu séð eftir því eftir nokkur ár að hafa sett mynd af brjóstunum sínum á netið. Sjá einnig: Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: „Hvað ef þær sjá eftir þessu?“Í Harmageddon sagðist hann hafa skoðað þessa herferð í gærkvöldi og sett ákveðin spurningarmerki við hana. „Það hræddi mig pínu þegar ég fór að flakka um netið, ég sá svolítið mikið af ungum stúlkum að bera á sér brjóstin, ok, bara gott og blessað með það. Svo sá ég hvatningarorð frá strákum á móti. Þetta hræddi mig pínu. Það er nýbúið að tala við krakka að passa það sem þau setja á netið. Það sem hræddi mig að það væri að myndast múgsefjun og einhver gæti séð eftir þessu. Málstaðurinn er frábær og ég þoli ekki þetta feðraveldi sem við lifum í og þessi saga er hræðileg þar sem karlmenn eru að kúga konur og allt svoleiðis. Þetta var bara þannig pæling sem ég vildi koma fram með og eins og venjulega kemur hún svona furðulega fram, eða eitthvað, ég veit það ekki,“ sagði Biggi við Harmageddon. Þegar honum var bent á að tilgangurinn herferðarinnar væri að skila sökinni til þeirra sem skamma stúlkur fyrir að bera sig á netinu og að eftir fimm ár muni enginn sjá eftir því að láta mynd af brjóstunum sínum á netið því það þyki ekkert mál eftir þessa herferð svaraði Biggi: „Hugsanlega er það rétt. En þetta var ekki dýpra en pæling í þessa átt,“ sagði Biggi. Þegar borin voru undir skrif hans þess efnis að konur geti gleymt því að karlmenn sjái ekkert kynferðislegt við brjóst sagði hann vissulega vera til undantekningar. „Ert þú að hugsa, brjóst, brjóst, brjóst?,“ var Biggi spurður. „Nei, það eru vissar undantekningar eins og brjóstagjafir sem ég tengi ekkert kynferðislegt við,“ svaraði Biggi sem baðst afsökunar á þessum ummælum, ef þau hafa sært einhvern. „Auðvitað biðst ég afsökunar ef ég hef sært fólk, það mun ég alltaf gera og það er aldrei það sem ég vil gera, að særa fólk. Mér finnst samt í lagi að ræða málin í fleiri áttir.“ Heyrðu viðtalið í heild hér fyrir neðan.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 12:09 Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 12:09
Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð "Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er,“ segir Karen Björk Eyþórsdóttir. 26. mars 2015 10:37
Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50