Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2015 10:37 Frá vinstri: Vinkonurnar Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, Hanna María Geirdal og Karen Björk. Vísir Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36
Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55
Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33
Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56
Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54