Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2015 20:54 Bóel og Heiður hvetja nemendur í Verzló og HÍ til að skilja brjósthaldarann eftir heima á morgun. Vísir/Getty „Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Við hvetjum bara allar konur í skólanum, nemendur og kennara, til að sleppa því að vera í brjósthaldara á morgun. Strákar geta líka klippt gat á bolina og sýnt þannig á sér geirvörturnar,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, en Free the Nipple-dagur verður haldinn í skólanum á morgun. Upphaf málsins má rekja til þess að stelpa sem er nemandi í Verzló birti mynd af sér á Twitter í dag þar sem hún var ber að ofan. Hún var síðan gagnrýnd af strák á Twitter fyrir myndbirtinguna en netheimar risu upp henni til stuðnings og hafa nú fjölmargar myndir birst á samfélagsmiðlum af stelpum, og strákum, berum að ofan með merkinu #freethenipple.Sjá einnig: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnumBóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Feminístafélags Verzlunarskóla Íslands.Mynd/Einar Gísli ÞorbjörnssonDásömum líkamann „Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel. Free the Nipple-dagur verður einnig haldinn í nokkrum öðrum menntaskólum sem og í Háskóla Íslands. „Út af því að þetta fór út fyrir skólann þá voru viðbrögðin miklu meiri en við bjuggumst við. En þetta er bara alveg frábært og við erum rosalega ánægð með þetta.“Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands.Mynd/Heiður Anna HelgadóttirMaður á að fá að vera eins og maður vill Heiður Anna Helgadóttir, formaður Femínistafélags Háskóla Íslands, segir að félagið hafi gripið augnablikið sem varð í dag í kringum #freethenipple og vilji halda Free the Nipple-dag til að sýna samstöðu. „Fyrir mér snýst þetta um að vera eins og maður vill. Að maður megi sleppa því að vera í brjósthaldara eða vera í gegnsæjum bol og sýna brjóstin og geirvörturnar. Að sama skapi, ef að þér finnst þægilegt að vera í brjósthaldara, þá máttu það líka,“ segir Heiður. Hún nefnir þá samfélagslegu pressu sem er á konum og stelpum um að ekki megi sjást í geirvörturnar. „Þetta er bara líkamspartur. Strákar eru líka með brjóst og geirvörtur og það er allt í lagi þó að þeir sýni þær. Það á að gilda það sama um okkur.“„Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Hún segir Free the Nipple-daginn hafa fengið góðar undirtektir hjá nemendum háskólans. „Ég efast um að sé einhver að fara að mæta ber að ofan, enda enginn strákur sem mætir ber að ofan í skólann. En ég vona að það mæti einhverjar ekki í brjósthaldara og gefi smá „fuck you“ á þessa samfélagslegu pressu,“ segir Heiður. Þá bendir hún að lokum á viðburð sem boðað hefur verið til á Austurvelli í sumar undir yfirskriftinni „Frelsum geirvörtuna! Berbrystingar sameinumst!“ Þar eru konur hvattar til að mæta á Austurvöll þann 1. júní. og fara berbrjósta í sólbað.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira